Andvari - 01.01.1970, Page 145
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
143
Og fornri hreysti lof í ljóð var sett, —
oss láðist hitt, sem engan mun það gerði,
að spyrja’ oss sjálfa, hvort það væri rétt
sá handavana tæki þá við sverði.
Þetta erindi gefur nokkra hugmynd um anda kvæðisins og viðhorf skálds-
ins og jafnframt um kjarnmikið málfar þýðingarinnar, en samanburður við
frumkvæðið leiðir í ljós, að hún er einnig mjög trú hugsun þess, í fáum orðurn
sagt, um allt hin vandaðasta, enda er hún umfangsmesta og merkasta þýðing Krist-
ins. En til þess að njóta hennar til fullnustu verða menn vitanlega að lesa hana
alla, og hún á það meir en skilið, bæði vegna þýðingarinnar sjálfrar, og einnig
hins, hve merkur áfangi það er á rithöfundarferli hans, því að þar kennir
glögglega sömu lífsskoðunar og varð kjaminn í þeirn boðskap hans, sem bæði
Brandur og Pétur Gautur flytja með svo snilldarlegum og áhrifamiklum hætti,
þótt hann túlki þar viðfangsefnið frá ólíkum sjónarmiðum.
Það fór að vonum, að umrætt kvæði talaði sérstaklega tíl Kristins Stefáns-
sonar, er sjálfur, í mörgum kvæðum sínum, deildi fast á veilumar í lífi manna
og í þjóðlífinu almennt, og þá ekki sízt á hræsni og hvers konar yfirborðshátt,
en hjó einnig í brjósti ríkur umbótahugur, frelsisást og framsóknarandi.
1 ritgerð minni um Jón Runólfsson (1856—1930), sem upprunalega kom í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins (1939), en endurprentuð er í bók minni í átthag-
ana andinn leitar (1957), skrifaði ég sérstakan kafla um ljóðaþýðingar hans af
erlendum úrvalskvæðum og sálmum og fléttaði inn í þá grein mina allmargar
tilvitnanir úr þeim þýðingum hans. Verð ég því stuttorður um það efni hér,
en vísa lesendum að öðm leyti til þeirrar umsagnar. Þar komst ég svo að orði
í byrjun ofannefnds kafla:
„Nærri helmingur ljóðabókar Jóns eru þýðingar af erlendum úrvalskvæð-
um og sálmum. A því sviði hefur hann verið stórvirkastur íslenzkra skálda
vestan hafs, og það sem mestu varðar, góðvirkur að sama skapi. Ekki fæst hann
heldur við nein smámenni í skáldahópnum, þegar til þýðinganna kemur, því
að iiann þýðir merkiskvæði eftír norsk, kanadísk, ensk og amerísk höfuðskáld.
A þýðingum þessum er í heild sinni sá vandvirknisbragur, nákvæmni í hugsun,
orðavali og bragarháttum, að þær einar saman skipa Jóni á bekk góðskálda, og
á sumum þeirra er hreinasta snilldarhandbragð.“
Þegar umrædd ritgerð mín var samin fyrir rúmum 30 árum, verður það
víst ekki véfengt, að rétt hafi þá verið að orði komizt um Jón Runólfsson sem
ljóðaþýðanda, að hann hafi þá verið stórvirkastur vestur-íslenzkra skálda á því
sviði. En á þeim áratugum, sem síðan eru liðnir, kom út sérstaklega eftir þá