Andvari - 01.01.1970, Side 146
144
RICHARD BECK
ANDVARI
Sigurð Júlíus Jóhannesson lækni og Pál Bjarnason mikill fjöldi af þýðingum
(aðallega úr ensku) í blöðum og tímaritum vestan hafs, og einnig í kvæðabókum
þeirra, eins og síðar verður getið, svo að óhætt má segja, að þeir hafi orðið enn
stórvirkari þýðendur en Jón var.
Meðal snjöllustu þýðinga Jóns er hið mikla kvæði „Draumur konu Píla-
tusar“ eftir ameríska skáldið Edwin Markham. Kvæði Ibsens „Málmneminn" er
einnig prýðisvel þýtt, og sama rnáli gegnir um „Nykurinn" (Eg hlýddi á nyk-
ursins söngvaseið) eftir Welhaven (2. og 3. erindi er þó sleppt í þýðingunni). En
það er sú af þýðingum Jóns, er kunnust mun, sem söngljóð, meðal landa hans,
ekki sízt austan hafs, því að hún var tekin upp í íslenzka söngbók, og fyrsta
erindið einnig, ásamt lagi Kjerulfs, prentað í íslenzku söngvasafni þeirra Sig-
fúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar.
Jafnbeztar eru þó Tennyson-þýðingar Jóns, en þar ber hæst þýðingu hans
af hinni snilldarlegu og frægu ljóðsögu Tennysons Enok Arden. Vann hann
að þeirri þýðingu árum saman, enda ber hún þess glögg merki, hve mikla alúð
hann hefir lagt við hana urn nákvæmni og málfar. Elún er umfangsmikið verk,
bls. 181—243 í kvæðabók hans, stórvirki hans í ljóðaþýðingum og verulegur
fengur íslenzkum bókmenntum. Hann þýddi einnig mjög vel nokkur af styttri
kvæðum Tennysons, og verður það ekki sízt sagt um þýðinguna af hinu marg-
dáða smákvæði hans „Flower in the crannied wall“, sem þýðandinn nefnir
„Baldursbrá":
í sprungu veggjar bjart og bert,
mitt blóm, þig les eg glaður,
— með rótum hér eg held á þér,
mitt hvítast blóm, en skildist mér,
hvaS al'lt meS rót bú ert,
þá vissi eg gjör, hvað væri guð og maSur.
Jón dáði mjög hið brezka lárviðarskáld, hefir fundið til andlegs skyldleika
við hann og ekki ólíklega viljað taka hann sér til fyrirmyndar unr smekkvísi
og fágun ljóða sinna.
Eins og ég dró athygli að í grein minni um Jón, eru sálmaþýðingar hans,
nærri allar úr ensku, gagnmerkar og gerðar af mikilli prýði, enda hlutu þær
mikið lof hinna dómbærustu manna (sjá t. d. ummæli dr. Bjöms B. Jónssonar
í Sameiningunni, des. 1924). Fjórar þýðingar Jóns af enskum úrvalssálmum
voru teknar upp í Sálmabók Hins evangelíska lúterska kirkjufélags Islendinga
í Vesturheimi (Winnipeg, 1915), ennfremur þýðingin af hinum andríka og
áhrifamikla páskasálmi Grundtvigs „Páskamorgun mannkynssorga“. Þýðing Jóns