Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 155
ANDVARI
IJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
153
meira en helmingur þeirra gerður til söngs. Mætti í sambandi viS þaS geta
þess, aS um eSa yfir þrjátíu kvæSi og kvæSabrot í bókinni eru ort undir söng-
lögum, sem ekki hafa áSur veriS þekkt nreS íslenzkum textum."
MeSal þýSinganna eru víSkunn merkiskvæSi, svo sem „Álfakóngurinn" eftir
Goethe, „Ef“ og „SíSasta myndin" eftir Rudyard Kipling, „Gígjan og hjartaS"
eftir Thomas Moore, „Ichabod" (um Daniel Webster) eftir J. G. Whittier og
„Kvöldsöngur" eftir Tennyson.
Einnig er sérstök ástæSa til aS nefna þýSingarnar af kvæSum kanadísku
skáldkonunnar Tekahionwake, E. Pauline Johnson, er var var af hreinræktuS-
um Indíána höfSingjaættum í aldir fram. Og þar sem skáldskapur hennar mun
lítt kunnur íslenzkum lesendum, fer hér á eftir þýSing Gísla af kvæSi hennar
„Hulduvogur":
Það húmar á Elulduvog, —
við hvíldumst þar títt eftir liðinn dag,
og dreymdi um ókominn dýrðarhag,
um dagrenning bjarta og sólarlag —
við hálfmánans leifturlog.
Nú hljótt er við Hulduvog, —-
og horfin er fleytan og árar sýn.
Á brott eru fuglar og blómin mín
og buldur trjánna og návist þín
og tindrandi tunglsins log.
Þó heilla’ út á Hulduvog
mig hljóðlausar nætur -— á drauma fund,
að hlusta á þytinn í laufalund,
að líða með þér yfir dimmblátt sund
um tunglbjarmans ljúftær log.
Kona Gísla Jónssonar, GuSrún H. Finnsdóttir skáldkona, skrifaSi prýSilega
grein um E. Pauline Johnson (Áttatíu ára minning), sem prentuS er í Ferða-
lokum, minningarriti því, er Gísli gaf út um konu sína (Winnipeg, 1950), en
upprunalega birtist í Tímariti Þjóðræknisfélagsins (1942).
í seinni ljóSabók hans Fardögum er einnig margt þýSinga af kvæSurn eftir
kunn skáld á Norðurlöndum og í Vesturálfu. Eftirfarandi inngangsorS varpa
ljósi bæði á þýðingamar sjálfar og skoSanir hans í þeim efnum:
„Næsti flokkurinn, söngvar, er mestmegnis þýSingar og eftirlíkingar af
kvæSum við sum af þeim lögum, sem ég söng hér á samkomum eða í heima-
húsum, á meSan mér entist söngrödd og kjarkur. Höfundanöfn kvæSanna og