Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 156
154
RICIIARD BECK
ANDVARI
laganna fylgja söngvunum. Fleiri sams konar þýSingar eru í Farfuglum, en þar
er ekki getið tónskáldanna. Eitthvað af þessum kvæðum hafa verið þýdd af
öðrum, en ekkert svo að sönghæft sé. T. d. var hættinum alveg snúið við af
þýð. á kvæðinu úr „Árna” og nafni stúlkunnar breytt. Þá hafði ég fyrir löngu
leitazt við að snúa kvæðunum úr Peer Gynt, sem Grieg orti lögin við. En seinna
komst ég yfir íslenzku þýðinguna (Pétur Gaut) og stakk þá mínum undir stól,
svo mér yrði síður kennt að hafa stælt Einar. Samt er hér fyrsta kvæðið til
sýnis, eins og lagið heimtar það, enda er þýðing Einars lítt löguð til söngs.
í þessu sambandi langar mig til að benda á það, að það er sýnu torleiknara að
þýða söngva en kvæði til almenns lesturs, því eigi aðeins verður hver samstafa
að fylgja nótum lagsins, heldur verður og hrynjandi orðanna að samsvara hljóð-
falli söngsins, ef vel á að vera. Elvort þetta hafi alltaf tekizt, getur náttúrlega
verið álitamál. Mörg önnur kvæði í hókinni eru líka kveðin með einu eða öðru
sönglagi í huga, en heyra þó ekki til þessum flokki. Þannig fellur t. d. kvæðið
„Áning“ vel við eitt af fegurstu lögum Griegs."
Áður en lengra er farið, skal því bætt við, að Gísli var ágætur söngmaður
lengi fram eftír árum og naut mikilla vinsælda fyrir söng sinn á samkomum
meðal landa sinna vestan hafs.
Af þýðingum þeim (söngtextum), sem hann ræðir um í inngangsorðum
þeim, er vitnað var til, skulu t. d. nefndar „Stúlku minni“ eftir Ben Jonson,
„Móðir mín“ eftir A. Vinje, „Vatnsliljan" og „Vísur Solveigar“ eftir Ibsen,
víðkunn ljóð öll saman. Þýðingin af framannefndu snilldarkvæði Vinjes ber
gott vitni handbragðinu á þessum þýðingum:
Þú sveittist blóði, móðir mín,
og mögur, þreytt er hönd;
en söm er hjartahlýjan þín,
og hugdirfð sama úr augum skín,
sem binda engin bönd.
Þú tíðum þerrðir tár af hvarm,
og trega vékst á bug.
En þrek í huga, afl í arm
í æsku fékk ég þér við barrn
og sigursöng í hug.
Og allt hið bezta, er i mér býr,
að erfðum gafstu mér.
Við annir lífs og ævintýr
því alltaf til þín hugur snýr,
hvert helzt sem bát minn ber.