Andvari - 01.01.1970, Síða 160
158
RICHARD BECIv
ANDVARI
af hinu víðkunna kvæði „Hjarta mitt og harpa“ eftir Thomas Moore prentuð
í fyrstu ljóðabók Einars Öræfaljóðum (1915), prýðilega gerð, eins og aðrar þýð-
ingar Einars, er allar bera fagurt vitni vandvirkni hans í ljóðagerðinni. En í
því sambandi leyfi ég mér að taka upp eftirfarandi ummæli um þýðingar
Einars úr grein minni um hina nýju útgáfu ljóða hans „Fögur útgáfa merkis-
kvæðasafns" (Lögberg-Heimskringla 19. febr. 1970):
„Verður það ekki sízt sagt um þýðingarnar af snilldarkvæðinu „Vestigia"
(Sporin) eftir kanadíska öndvegisskáldið Bliss Carrnan, og af hinu snjalla kvæði
um Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta eftir ameríska skáldið Worrel Kirk-
wood, en eðlilegt var, að þessi kvæði töluðu bæði sérstaklega til þýðandans, því
að þau eru mjög í anda lífsskoðunar hans. I þeim ríkja fegurðar- og hugsjóna-
ást og sigurtrú á mátt gróandans.“ Annars lýsir heilbrigð og mannúðarrík lífs-
skoðun Einars sér einnig ágædega í þýðingu hans af kvæðinu „í annarra spor“
eftir ameríska skáldið Edgar A. Guest, er var á sínurn tíma mjög vinsæll af al-
þýðu manna í landi þar, en þannig er kvæðið í heild sinni í vönduðum búningi
Einars:
Eg nam af öðrum aðferð þá,
hve örðu.gltedika siigra má,
því aðrir báru á undan mér
það ok, er nú ég sjálfur ber.
í mínum sporum margur grét, ■—
frá marki þó ei vék um fet.
Nú kallar á mig innri þörf
að inna’ af hendi sömu störf.
Mér fannst ég gæti siglt minn sjá
og sviptibyljum komizt hjá, ■—
að vílsins þungi, harmsins húm
í hug mér aldrei fengi rúm. —-
Það sló mig svo, er sleip varð leið
og slys við næsta fótmál beið,
að enginn hefði um aaviveg
slík ósköp reynt og sjálfur ég.
011 kvörtun þyngri kvöl mér bjó,
og kveinið út í geiminn dó.
Þá mælti rödd í eyra inn: