Andvari - 01.01.1970, Síða 162
160
RICHARD BECK
ANDVARI
„Útfall“ eftir J. Rae Tooke, þýtt úr kanadíska tímaritinu Chatelaine (febrúar
1939); „Asra“, þýðanda eigi getið, og „Sólarlag“ eftir Geraldine Einarson.
Ofantaldar þýðingar Páls eru, eins og þýðingarnar í fyrri bók hans Norður-
Reykjum, hinar athyglisverðustu um efni og færðar í sambærilegan máls- og
ljóðbúning. Kvæðið „Útfall“, ort við byrjun seinni heimstyrjaldarinnar, er bæði
harmi slungið og markvissri ádeilu, en þannig vaxið, að lesið skyldi í heild sinni.
Má hið sama segja um kvæðið „Bæn“, þótt óskylt sé að efni, en þar lætur
skáldið kóng nokkurn, að veizlulokum í höll sinni, kalla fram hirðfífl sitt með
þessum orðum:
„Þú hirðfífl, ger oss helga bæn í kvöld,
svo hjörtu okkar verði af trúnni snert.“
Kom bæn hirðfíflsins kóngi og öðxum, er á hana hlýddu, mjög á óvart með
hugdirfsku þeirri, hreinskilni, auðmýkt og djúpstæðri trúarkennd, sem hún
hafði að geyma, eins og lýsir sér í þessum erindum:
Við tróðum fótum fræ og blómin ung,
er föðurjhönd þín stráði vora leið.
Við gátum ekki greint hið rétta, — svo
að gengnu verki hjörtum okkar sveið.
Og hreinskilnin, sem hjörtum vorum er
hið helga afl til þess er gera má,
er lömuð, blind, því allt ex auðn og tóm
þeim augum, sem ei drottin lengur sjá.
En ekki féll þó kröftug áminning hirðfíflsins í grýtta jörð, að minnsta kosti
ekki hjá kóngi sjálfum, eins og fram kemur í kvæðislok:
Og allt varð hljótt. En aleinn kóngur gekk
þá út úr 'höll — og bað í 'fyrsta sinn:
„Að loknum degi fel þú fíflið þitt
í föður-örmum, eg er sonur þinn.“ —
Um kvæði Páls „Skipbrotsmaðurinn", sem ort er, eins og fyrr getur, með
hliðsjón af kvæði eftir Þorvald Pétursson, er það að segja, að ég tók það upp
í ritgerð mína um „Hafið í ljóðum vestur-íslenzkra skálda" (Tímarit Þjóðræknis-
jélagsins 1968), og vísast því þangað um efni þess. Kvæðið „Sólarlag" er, eins
og nafn höfundarins, Geraldine Einarson, bendir til, eftir Vestur-íslending, og