Andvari - 01.01.1970, Side 167
andvari
LJÓÐAI'ÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
165
urinn“ og „Örin og IjóðiS" eftir H. W. Longfellow, „Tréð“ eftir Joyce Kilmer,
og „Brjót, brjót, brjót" og „Ut yfir brimgarðinn" eftir A. Tennyson. Hafa flest
þessara kvæða einnig verið þýdd af öðrum á íslenzlcu og sum þeirra til í rnörg-
um íslenzkum þýðingum, svo sem hiS síðasttalda snilldarsmákvæði Tennysons.
Vart held ég verði annað sagt en þýðingar Páls af umræddum kvæðum séu
yfirleitt vel af hendi leystar, en snjöllust virÖist mér þýðingin á hinu margdáða
kvæði Kilmers. Prýðileg er einnig þýðingin á smákvæðinu „Kallið“ eftir Edward
Davison, sem er á þessa leið:
Nú sól á bak við hnúkinn hnigin er.
1 hægum vindi flögrar lævirkinn.
Eitt endurtillit, dreymið, dugir mér
til dalsins, þar sem bjó hann faSir minn.
Því autt er kotiS, fallin hurS og hliS.
Til heiSa býst ég gegnum rökkurskóg,
unz næturbrjóstin ltíksins leggst ég viS
og læt mig dreyma barnsins hugarfró.
Nú glætan hinzta flýr aS útheims ál.
Mig áfram laSar nótt viS töfraseiS.
En blítt úr fjarska berast duliSsmál.
Mér bendir óþekkt hendi fram á leiS.
Páll þýddi einnig „Excelsior" og „ÓS lífsins“ eftir Longfellow, og eru þær
þýðingar gerðar af mikilli nákvæmni. Skal þá sérstaklega vikið að þýðingum
Páls af þrem meiriháttar merkiskvæðum, en það eru „KuÖungurinn“ eftir O.
W. Holmes, „Maðurinn með hlújámið" eftir Edwin Markham og „Ef“ eftir
Rudyard Kipling, er öll hafa áður veriö þýdd af öðmm. Yfirleitt em þýðing-
arnar af kvæðum þessum bæði trúar frumkvæðunum og að öðm leyti harla
eftirtektarverðar, ekki sízt þýðingin á „Kuðunginum", en það kvæði er á fmm-
málinu óvenjulega magnaÖ að hugsun og Ijóðformið rígneglt að sama skapi.
Skyldi það því lesiÖ í heild sinni.
Enn er ógetið mestu þýðinga Páls í þessari hók hans, en þær eru „Graf-
reiturinn" eftir Thomas Gray, „Rubáiyát" eftir Omar Khayyam og „Fanginn
í Reading" eftir Oscar Wilde. Hér er sannarlega ekki ráðizt á garðinn þar, sem
hann er lægstur, því að allt em þetta stórbrotin kvæði og snilldarleg, enda löngu
húin að hljóta sinn frægÖarsess í bókmenntunum. Samanburður við fmmkvæðin