Andvari - 01.01.1970, Page 171
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON:
íslenzkur prósaskáldskapur 1969
i
Síðasta árið hefur nokkur umræða sprottið í blöðum og tímaritum út af ís-
lenzkri sagnagerð. Allmikill hluti þcirrar ræðu hefur þó snúizt um ímyndaðar
og raunverulegar skoðanir nokkurra manna, er skrifað hafa um íslenzka sagna-
gerð, fremur en um sagnaskáldskapinn sjálfan.
Ut af fyrir sig er það gleðiefni, að bókrýni og bókmenntakönnun séu teknar
til umræðu. Slíkt heyrir þó aðferðafræðinni til, og umræður um könnunarað-
ferðir geta ekki komið í stað könnunar á bókmenntunum sjálfum, þótt opinská
og skynsamleg umræða um aðferðir sé bókmenntafræðingum nauðsynleg.
Það er líka öllu lakara, þegar ritsmíðafr unr aðferðir og sjónannið í bókmennta-
rýni snúast upp í einhvers konar persónulegt uppgjör við einstaka rýnendur. Er
raunar vandséð, hverjum slíkt megi að gagni koma.
Vissulega væri það verðugt viðfangsefni að reyna að gera sér hlutlæga grein
fyrir núverandi stöðu og hlutverki íslenzkrar bókmenntarýni og -rannsókna og
þeim aðferðum og sjónarmiðum, sem til greina koma. Slíkt er þó ekki ætlun þessa
greinarkorns.
Hitt væri líka ekki síður tímabært í tilefni af þeim umræðum, sem orðið hafa
um skáldsaignagerðina, að reyna að gera sér einhverja heildarmynd af stöðu ís-
lenzks prósaskáldskapar nú.
Þess verður þó ekki freistað hér, enda væri fráleitt að draga víðtækar álykt-
anir af athugun á sagnagerð lítils 'hóps höfunda á einu ári. Hins vegar getur
jafnvel svo takmarkað viðfangsefni gefið ákveðnar víshendingar, sem víðtækari
könnun kynni annaðhvort að staðfesta eða hnekkja.
II
í þeim umræðum, sem orðið hafa urn skáldsagnagerð (og gagnrýni), hefur
töluvert borið á viðhorfum, sem að mínu viti eru ákaflega þröngsýn og gætu bein-
linis orðið bókmenntunum sjálfum 'hættuleg, ef þau væru tekin alvarlega.