Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 173
ANDVABI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
171
hinir bókvönustu lesendur virðast standa næsta ráðvilltir andspænis hinni nýju
tegund sagnaslcáldskapar.
Vissulega mæla veigatmikil rök með því, að skáldsagan sem bókmenntateg-
und sé raunsæilegs eðlis. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að höfundar óraun-
trúrra og óröklegra prósaskáldverka nú á tímum geta einnig bent á klassíska hefð
frásagnarljóða og sagnagerðar um furðuveraldir og áttleysur.
Er veröld Dantes minni skáldskapur, af því að hún kemur ekki heim við nátt-
úruvísindi? Eða furðulönd Swifts, sem stjórnað var af putum, risum og göfugum
hestum? Ellegar frá rómantíska skeiðinu sögur eins og Djöfulselexírinn eftir
Hoffmann eða Úndína Motte Fouqués, sem þó náði eitt sinn vinsældum á ís-
landi?
Jafnvel í okkar eigin bókmenntum, sem svo mjög mótast af raunsæilegri hefð,
eigum við taumlausar fantasíur og furður í formi sagna og frásagnarljóða. Elvað
um margar fornaldarsögur, riddarasögur, rímur? Eða ef nær er litið: Heljarslóðar-
orrustu Gröndals?
Sannleikurinn er sá, að í bókmenntum er fátt algjörlega nýtt. Oldur rísa,
falla og rísa aftur, þá e. t. v. í lítið eitt breyttri mynd. Flestar bókmenntagreinar
og bókmenntaviðhorf geta bent á göfuga forfeður, svo langt aftur sem manns-
hugurinn greinir.
Ég þykist eklci hafa minni mætur en hver annar á raunsæi og natúralisma,
en samt þykir mér hvað forvitnilegust í íslenzkum prósaskáldskap nú sú upp-
reisn, sem sjá má gegn viðhorfum þeirrar stefnu.
I því er ekki fólgið neitt gildismat út af fyrir sig, en öll endurnýjun er nauð-
syn. Svo segir mér líka hugur, að hlutur hins nýja sagnaskáldskapar í því að hefja
óheft, eggjandi hugmyndaflug til vegs í prósa á íslandi verði eklci með öllu tal-
inn ómerkur, er fram líða stundir. Fyrir tilverknað 'höfunda hins nýja skáld-
skapar hafa landmörk íslenzks prósa víkkað og tjáningarmöguleikar hans aukizt.
Fleira leyfist og er fært en áður.
Verður nú fyrst að fulltrúum formbyltingarinnar vikið.
IV
Svava Jakobsdóttir gaf í fyrra út fyrstu skáldsögu sína, Leigjandann.
Þetta er margslungin saga. Fyrst er þó þess að geta, að hún er ákaflega fljót-
lesin og auðlesin. Frásögnin er jöfn og felld og léttstreym. Stíllinn er vafninga-
laus, og málið einkennist af orðfæri hversdagslegrar ræðu. Höfuðeinkenni mál-
fars og stíls 'höfundar er skýrleiki og einfaldleiki.
Sagan segir frá ungum hjónum, sem eru að byggja (þema, sem orðið hefur
áleitið í verkum skáldkonunnar). Þau eru leigjendur, og hús þeirra stendur hálf-