Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 174
172
SVEINN SICORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
frágengið, peningar þrotnir. Skyndilega og óvænt kemur maður, sem sezt upp
'hjá þeim. Hann umsnýr heimili þeirra og lífi, veitir peninga, flyzt með þeim í
nýja húsið fullbyggt. Þegar þangað kemur, birtist ný persóna, ókunnur maður,
sem iðkar göngur neðst á lóð hússins við sjóinn. Sögunni lýkur á jólakvöld, þar
sem hjónin og leigjandinn hyggjast taka til snæðings, en hinn ókunni stendur
fyrir dyrum úti, og konan megnar ekki að opna.
í þessari sögu gerast ýmsar furður og atburðir, sem vart væru hugsanlegir í
rauntrúu verki. Það á e. t. v. við um aiburðarás sögunnar alla, en sérstaklega ein-
stök atvik eins og það, er konan leggur mann sinn á brjóst, eða þegar hún ræðir
við líkneskju guðsmóður, svo að ekki sé talað um það, er heimilisfaðirinn og leigj-
andinn vaxa að lokum saman í einn mann.
Yfirbragð frásagnarinnar er þó með raunsæisblæ, og Svava er hreinn meistari
að ferðast milli tveggja heima, hins raunverulega og óraunverulega, án þess að
hlekkjast á eða brotalöm verði greind milli þessara veralda.
Þrátt fyrir raunsæilegan svip er Leigjandinn samt fyrst og fremst táknleg
saga.
Það er eðli tákna í bókmenntum, að þau eru eitdivað annað en þau látast
vera. I annan stað verða tákn aldrei endanlega ráðin; eða öllu heldur, ef þau
hljóta ráðning, ha!fa þau um leið glatað þeim lífsmætti sínum að ögra hugsun
lesenda.
Einhverjir kunna að líta svo á, að því eins geti skáldsaga haft fullt táknlegt
gildi, að hún standi jafnframt undir sjálfri sér sem rauntrú heimild um mann-
legt líf.
Því er til að svara um Leigjandann, að söguna má fyllilega lesa sem raun-
hæfa lýsing á búskapar- og byggingarmálavanda ungra hjóna. Sú litla sneið
mannlegs lífs, sem þar er sýnd, endurspeglar hins vegar miklu víðara svið.
Llm hvað er þá þessi saga, og hversu ber að túlka tákn hennar? Við þeim
spurningum eru vonandi ekki til nein endanleg svör.
Unnt er að lesa hana sem pólitíska sögu, sem táknmynd af skiptum íslend-
inga við erlent setulið í landi sínu. Það væri líka hugsanlegt að lesa hana með
skírskotun til skipta Vesturlandaibúa við aðra heimshluta, svokölluð þróunarlönd.
Svo einhliða pólitísk eða félagsleg túlkun væri þó varla réttmæt. 1 liúsi þess-
arar sögu gætu verið margar vistarverur.
Meginþema hennar er öryggisleysi. Sá strcngur er sleginn í fyrstu línu bók-
arinnar: „Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir."
Veröld sögunnar er séð og skynjuð af konunni, og sagan lýsir vonlausri og
árangurslausri leit hennar að öryggi, að óhultum stað. í sögunni allri ríkir bæld
spenna. Lesandi hennar smitast af viðhorfum sögukonunnar. Það er því líkt sem