Andvari - 01.01.1970, Side 176
174
SVEINN SIvORRI HÖSKULDSSON
ANDVARl
Þótt Himinbjargarsaga sé þannig að mínu viti á sama hátt og Leigjandinn
fyrst og fremst saga um almannlegan og sammannlegan vanda, má einnig túlka
þetta verk á annan hátt. Raunar virðist skírskotun Himinbjargarsögu til félags-
legra og pólitískra aðstæðna á íslandi enn augljósari, ef nokkuð er, en Leigj-
andans.
Himinbjargarsaga er fyrsta skáldsaga Þorsteins frá Hamri, og stíll hennar ber
glögg einkenni ljóðskálds. Sem kunnugt er, hefur Þorsteinn lengi ausið af brunni
íslenzkra þjóðsagna og ævintýra í kvæðum sínum, og í þessari sögu verða ýmis
minni þeirra bókmennta honurn enn nærtækt efni.
Hér birtast á einu og sama st'iði nútímaveruleiki og veröld eddukvæða, ridd-
arasagna og ævintýra. Þessi söguaðferð Þorsteins minnir mjög á tækni Thors
Vilhjálmssonar, og kynni að vera rannsóknarefni, hvað hann hefur lært og tamið
sér af frásagnarviðhorfum Thors. Fljótt á litið virðist tvennt í frásagnaraðferð
Þorsteins sverja sig mest í ætt Thors: Brottþurrkun sögutíma og vöntun ákveð-
ins sögusviðs.
A einvíðu plani tíma og rúms gerast atburðir sögunnar, og hér skapar Þor-
steinn nýja vídd. Því er líkast sem allt sjáist tvöfalt, svipað og á filmu, þar sem
einn atburður hefur verið tekinn ofan í annan keimlíkan.
Sögumaður Himinbjargarsögu og aðalsöguhetja hennar, Sigurður, eru eins
konar tvífairar eða hliðstæður. Sigurður hefur það markmið að leita Himin-
bjargar og frelsa hana úr prísund, og sögumaður leitar litlu stúlkunnar Maríu.
Þótt saga Sigurðar, þessa riddara hins góða málstaðar, sé saga um vonbrigði
og ósigra, virðist mér Himinbjargarsaga bjartsýnust þeirra formbyltingarverka
þriggja, sem hér verða nefnd. Um leið er hún sennilega þeirra pólitískast verk.
Sögumaður og Sigurður koma hvor úr sinni átt inn á svið sögunnar, leiðir
þeirra liggja um hríð saman, en síðan skilur með þeim. Þegar Sigurður hverfur,
hefur sögumaður tekið við hlutverki hans. Hann segir í lok sögunnar:
„Hvað hef ég lifað, hvað hefur mig dreymt og hvað hef ég skrifað .... Þegar
ég lít upp er Sigurður horfinn; ég er aðeins staddur hér og horfi yfir eign mína
græna sem ég þekki svo vel og skynja til hlítar í einni sjónhendíngu, hún er
hæfilega lítil um sig; híngað skal ég fara strax og ég vakna. Það var þá aldrei
nein ferð; aðeins maður á jörðu, sorgbitinn undrandi og einn undir ægishjálmi
ævintýrisins, Sigurðar, minníngarinnar, mannsins í speglinum, sögunnar, hins
ófullkomna leitanda allra tíða sem ætíð fer á mis við megintakmark sitt um leið
og hann leiðir menn á veg eða fleytir á land til að frelsa litlu skikana —, óhjá-
kvæmilegt og stöðugt áhyggjuefni sakir lasta sinna, Óbugandi styrkur í raun
vegna kosta sinna, orðinn til af tilviljunum og kannski barnaskap einsog leirkarl,
staðreynd handa öllum til að játa og fást við....“