Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 178
176
SVEINN SKORRI IIÖSKULDSSON
ANDVARI
brjótandi, stjórnleysingi og níhílisti. 1 veröld bóka hans ríkja fullkomin ókynni
og áttleysa.
Guðbergur Bergsson er glaður byltingarmaður. Sú er kannski sérstaða hans.
Ef við berurn hann saman við Svövu Jakobsdóttur og Þorstein frá Hamri, sést
þetta glöggt. Uppreisn þeirra einkennist af siðferðilegri alvöru, er blandin sárs-
aukakennd, jafnvel ofurviðkvæmni, en Guðbergur stendur hreykinn og ofsa-
kátur yfir þeirri veröld, sem hann hefur lagt í rústir.
Ef litið er á verk formbyltingarskáldanna í heild sinni, virðist mér sem þau
tengi einkum þræði hefðar við rómantíska skeiðið. Þetta á ekki sízt við um Guð-
berg Bergsson og alveg sérstaklega við um meginhöfundareinkenni hans: Hið
taumlausa, óhefta ímyndunarafl, takmarkahtla hugmyndaauðgi, dirfsku lians að
skapa óvænt og áður óþekkt hugmyndatengsl.
Það kann að hljóma undarlega, en Guðbergur Bergsson minnir mig ekki meir
á önnur íslenzk skáld en Benedikt Gröndal og Matthías Jochumsson. Benedikt
Gröndal var amiars merkilegur maður. Það er eins og öll umsköpun og nýsköp-
un íslenzks prósa síðan á hans dögum eigi sér einhverjar hliðstæður og rætur
hjá honum.
Ef einhverjum þykir samlíking mín furðuleg, ráðlegg ég hinum sarna að
lesa bréfasöfn Gröndals og Matthíasar, þar sem þeir láta móðan mása og þekkja
sér ekki takmörk í fáránlegum tiltekjum; ellegar lesi menn kvæði þeirra sum,
þar sem þeir þeysa gandreið og leika afkára loftfimleika í skáldskap.
Tvennt annað í höfundarfari Guðbergs minnir líka á ’þessa gömlu meistara:
Húmor hans og flóandi mælska. Ef til vill er hann oft beittari og satírískari en
Gröndal var, a. m. k. eins og við skynjum Gröndal nú, og hann er í sömu hættu
og séra Matthías: að mælska hans renni út í mælgi.
Þáttur í skáldskap Guðbergs, sem einnig leiðir hugann að rómantíska skeið-
inu, eru skopstælingar hans. Alvarleg skopstæling er í rauninni vantraustsyfir-
lýsing á stíl; tjáning þess, að viðkomandi stíltegund sé óhæf til að túlka þann
veruleika, sem stælandinn vill lýsa, og er þá jafnframt uppreisn gegn lífsviðhorfi
iðkenda hins eldra stíls. Á tíma rómantíkurinnar urðu slíkar skopstælingar bein-
línis sérstök bókmenntategund, sem beitt var miskunnarlaust gegn eldri viðhorf-
um. Þetta átti sér ekki sízt stað í þýzkum bókmenntum.
Anna Guðbergs Bergssonar ber sömu megineinkenni og fyrri formbyltingar-
verk 'hans tvö og er framliald þeirra. Milli þessara þriggja verka eru ákveðin
tengsl, t. a. m. koma nokkrar sögupersónur fyrir í þeim öllurn og hliðstæð atvik
og aðstæður. Veröld Onnu er þó enn ruglaðri en heimur Tómasar Jónssonar.
Sögutíminn er brotinn, e. t. v. lýkur sögunni um það bil kvöldinu áður en hún
hefst. Aðalsöguhetjan, Anna Katrín, er í senn þátttakandi og höfundur. Sögu-