Andvari - 01.01.1970, Page 181
ANDVABI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
179
Viðhorf 'höfundar er ákaflega rómantískt. Ást á konu og sveit falla í einn
farveg um að halda söguhetjunni kyrri við búskap í trássi við skynsamleg rök.
Þess er ekki að dyljast, að meginþema sögunnar er hið sama og í Landi og
sonum Indriða G. Þorsteinssonar. Það væri líka auðvelt að sýna fram á, að höf-
undur hefur margt alf Indriða numið, að því er tekur til sögutækni.
Það eru vissulega ýmsir bláþræðir á framvindu og atvikarás í þessari sögu, en
styrkur hennar liggur í einstökum lýsingum. Eg nefni sem dæmi kaflana um
björgun hestsins og hundahreinsunina. Þá em náttúrulýsingar víða nærfæmai
og góðar, einkum lýsingar haust- og vetrarveðurs. Þær falla líka bezt að anda
scgunnar og efni.
Áhrifamagn þessarar sögu liggur í því, hversu höfundur gjörþekkir efni sitt.
Lesandi hefur á tilfinningunni, að sögumaður (frásögnin er í 1. persónu) og höf-
undur séu ein og sarna persóna. Áhrifaríkastur og eftirminnilegastur eftir lestur
sögunnar er mér hugblærinn, vondaufur og tregablandinn, í sveit, sem er að fara
í eyði.
Þannig er þessi saga, á svipaðan hátt og verk Indriða G. Þorsteinssonar um
sama efni, menningarsöguleg heimild um hverfula tíma mikilla breytinga í þjóð-
félagi okkar.
Guðmundur Halldórsson hefur lifað þessar aðstæður á sjálfum sér. Frásögn
hans er hljóðlát og kvíðakennd hans ósvikin, en því er líkast sem hann sjálfur og
söguhetja hans neiti að horfast í augu við staðreyndir. Rómantíkin verður rök-
réttri framvindu yfirsterkari.
Samtöl sögunnar eru eðlileg og yfirleitt vel gerð og aðalpersónur bókarinnar,
sonurinn (sögumaður) og foreldrarnir, skýrt mótaðar. Fjórða aðalsöguhetjan, ást-
mærin, er hins vegar óglögg, verður rómantík höfundar að bráð, sú huldukona,
sem hún er.
Varla virðist mér vafi, að Guðmundur Halldórsson búi yfir ósvikinni æð
sögumanns. Hann ætlar sér af og þekkir takmarkanir sínar. Ekki vildi ég ráða
höfundi af gerð Guðmundar til æsilegra formtilrauna, heldur hins að þroska
með sér sinn eiginn eðlilega tón og frásagnarhátt og losa sig til fulls undan áhrif-
um annarra. Þá hygg ég, að frá honum geti kornið fullgóð verk í hefðbundnum
stíl raunsæilegra skáldsagna.
X
Eitt sinn heyrði ég setta fram þá kenning, að það væri nokkur ógæfa íslenzk-
unr bókmenntum, að íslenzkir rithöfundar hefðu aldrei komizt upp á lag með að
skrifa góða reyfara.
Það kann að vera nokkuð til í þessu. Góðir reyfarar eru síður en svo að vera