Andvari - 01.01.1970, Side 182
180
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
bókmenntategund, er verðskuldi fyrirlitningu, og þeir gegna sínu nytsamlega
hlutverki.
A sínum tíma gerði Olafur Friðriksson tilraunir í þessa átt, og ég man enn,
með bvílíkuni spenningi ég sem strákur las Allt í lagi í Reykjavík.
Nú 'hefur Gréta Sigfúsdóttir hafið ‘þessa grein sagna með í skugga jarðar.
Þetta er framtíðarsaga, gerist á síðasta áratugi þessarar aldar. 1 skemmstu
máli staðfærir hún forsetamorðið í Dallas á íslenzka grund og tengir það um-
svifurn erlendra auðhringa á Islandi.
Þetta er önnur framtíðarsagan, sem kona skrifar (sú fyrri er Snaran eftir
Jakobínu Sigurðardóttur) og tengd er stóriðju á Islandi, og verður sannarlega
ekki sagt, að þær liti björtum augum til framtíðarinnar.
í skugga jarðar er hreint ekki ólögulegur reyfari. Þó hygg ég, að saga svo
hörkulegra athurða hefði orðið áhrifameiri, ef höfundur hefði stillt tilfinninga-
serni meir í hóf. Hátíðleiki og viðkvæmni stílsins verða stundum hjáróma við
tækniundur og blóði drifna atburðarás morða og eiturlyfjaneyzlu.
Flvað sem um það er, hygg ég þó, að þessa sögu megi lesa sér til afþreyingar
eina kvöldstund, og tilgang sögunnar skildi ég ekki sem annan eða meiri.
Kristmann Guðmundsson var höfundur, sem ég hygg, að hefði haft mikla
hæfileika til að hefja reyfarann eða skemmtisöguna til vegs í íslenzkum bók-
menntum.
Þar á ég við auga hans fyrir spennandi atburðarás og ævintýralegum lausn-
um, mikla frásagnargleði og léttstreyman sögustíl.
I stað þess kaus Kristmann sér hlutverk sálfræðilegs skáldsagnahöfundar, jafn-
vel stundum eins konar dulspekilegs veraldarspámanns. Þau hlutverk þykja méi
aldrei hafa farið Kristmanni vel. Mér finnst enn, að Ströndin blá, sem ég las
unglingur, sé bezta bók hans.
í fyrra sendi hann frá sér Smiðinn mikla. Þetta er saga um ævi Jesús Krists.
Hún er í sama dulúðga, sálfræðilega stíl, sem við þekkjum frá mörgum skáld-
sagna höfundarins. Þessi saga er samt gædd meiri látlausum þokka en ýrnis
önnur verk skáldsins.
Engan veginn verður samt sagt, að í þessari sögu birtist nýr eða ferskur skiln-
ingur á æviverki þess merkilega manns, sem hún fjallar urn. Sú mynd, senr af
Kristi birtist í irásögn Kristmanns, er ákaflega hefðbundin og rómantísk. Þegar
ég las bókina, fannst mér ég helzt orðinn barn aftur og horfa á þær fallegu
hiblíumyndir, sem farkennarar fluttu með sér um sveitir Borgarfjarðar í lok
kreppuáranna.
Þótt saga þessi breyti þannig trauðla skilningi manna á Kristi eða geri ljós