Andvari - 01.01.1970, Page 184
ÖLAFUR JVL ÓLAFSSON:
Sigurður duldi nafns síns
i
Á öndverðu þessu ári sendi mér Dag Strömbáck, prófessor við Iráskólann í
Uppsölum, sérprent úr SAGA OCH SED, Izungl. Gustav Adolfs akademiens
ársbolz 1967. Er þar um að ræða tvíþætta grein eftir þá prófessorana Björn Coll-
inder og Dag Strömbáck. Fjallar bún um 6. vísuorð 5. vísu Fáfnismála og heitir
því „Fáfnismál 5:6“. í fyrra þætti greinarinnar gerir Collinder tilraun til skýringar
á skáldskaparmáli, sem löngum hefur verið kallað locus difficillimus eða staður
hinn erfiðasti viðfangs, en í síðara þættinum lýsir Strömbáck skoðun sinni á
niðurstöðu starfsbróður síns.
í Konungsbók Sæmundar-Eddu (59.-60. bls.) hljóðar 5. vísa Fáfnismála svo:
Hverr þic hvatti
hvi hvetiaz lezt
mino fiorvi at fara
iN frán eygi sveiN
þv attir fa'ðvr bitron
aborNo sciór asceiþ.
Orðin „aborNo sciór asceiþ“ eru umræðuefni hinnar sænsku greinar. En
skýringar Collinders eru svo fjarri mínum skilningi og framandi íslenzkum aug-
um, að þær skulu ekki raktar hér. Það kemur líka glöggt í ljós, að Strömbáck
telur þetta mál síður en svo útrætt. Niðurlagsorð hans eru þessi: „Mitt inlágg
vill endast stálla frágan under förnyad debatt, i all synnerhet som textstállet
lánge ansetts höra till de bopplösa och först nu genom Björn Collinders tolkning
... börjat bli begripligt."
Eg gerðist svo djarfur að taka þessi orð til mín fyrir mitt leyti. Að vísu bafði
ég áður kornið að hinu myrka vísuorði Fáfnismála, en jafnan brokkið frá. En
sending Strömbácks og vinsanrleg kveðja varð mér hvatning, svo að ég segi ekki
áskorun, til frekari bugleiðinga. Nú datt mér í bug, að einbver kynni að bafa
gaman af niðurstöðu minni og hún gæti þannig stuðlað að því að „stálla frágan
under förnyad debatt“, og réðst í að setja sarnan þessar línur.