Andvari - 01.01.1970, Page 185
ANDVARI
SIGURÐUR DULDI NAFNS SÍNS
183
Að mínum dómi er „locus difficillimus" einn margra „hnúta“ í fornu skáld-
skaparmáli. En áður en við hann verður fengizt, þyrfti að leysa annan hnút, sem
á undan fer.
II
í formála í sundurlausu máli fyrir 1. vísu Fáfnismála segir, að Sigurður legði
Fáfni með sverði til hjarta, en í 1. vísu spyr Fáfnir í andarslitrunum, hverra
manna hanamaður hans sé. Síðan fara þessi orð á undan 2. vísu: „Sigurðr dulði
nafns síns fyrir því, at þat var trúa þeira í forneskju, at orð feigs manns mætti
mikit, ef hann bplvaði óvin sínurn með nafni.“ En spurningu Fáfnis svarar Sig-
urður svo (2. v.):
Ggfugt dýr ek heiti,
en ek gengit hefk,
inn móðurlausi mogr.
Foður ek ákka
sem fira synir.
Geng ek einn saman.
Ekki fer á milli mála, að samband er á milli orðanna Sigurðr dulði nafns síns
(sundurl. mál) og Gofugt dýr ek heiti (1. vo.). í Fexicon poeticum (F. J.) er þess
getið til og jafnvel fullyrt, að gpfu-gt dýr þýði mann, þ. e. æðstu skepnu jarðar.
En ekki nær sú skýring neinni átt. Sögnin heita krefst í þessu dæmi sémafns,
heitis, en ekki samnafns. Þá er því haldið fram í sama riti, að sögnin ganga í 2.
vísuorði merki að lifa og hrærast, vera (Fex. poet.: ganga 6). En þá yrði að taka
upp (2. og 3. vo.): en ek, inn móðurlausi mQgr, hefk gengit, og nánari ákvörðun
vantaði. I þriðja lagi var Sigurður Fáfnisbani alls ekki móðurlaus. Móðir hans
hét Hjördís Eylimadóttir, og með henni óx upp Sigurður sveinn Sigmundarson.
Fyrir þessu em alkunnar heimildir, enda kemur glöggt fram, að Fáfnir skilur
orðin inn móðurlausi mpgr ekki bókstaflegum skilningi, því að hann svarar
2. vísu með tilliti til síðara helmings eingöngu þessum orðum (3. v.):
Veiztu, ef foður né áttat
sem fira synir,
af hverju vartu undri alinn?
Flér er því margt, sem bagar: röng saga og rangt mál (tvisvar). En hver á
sökina, ritskýrendur eða skáldið?
Ég tel víst, að í 2. vísu Fáfnismála sé fólgið nafn. Dreg ég þá ályktun af orð-