Andvari - 01.01.1970, Síða 186
184
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
unum Sigurðr dulði nafns s'ms — ek heiti, og hafa ýmsir haft minna fyrir sig að
bera. í annan stað er 2. vísa svar við 1. vísu, en þar er spurt um ætterni, eins og
áður segir. Við engu er að búast í 2. vísu frernur en nafni.
Sú íþrótt að fela nöfn í skáldskap er jafngömul elztu kvæðum eða kvæða-
brotum, sem varðveitzt hafa, en fólgin nöfn eru drjúgur þáttur þeirrar skáld-
skapargreinar, er skáldin kölluðu ofljóst og náði miklum þroska í dróttkvæðum.
Kunnust eru þó fólgin nöfn í rímum. Væri nú ekki ljóðaháttur á Fáfnismálum,
gæti fyrri helmingur 2. vísu sem bezt átt heima í einhverri rímunni, enda eru
dylgjur rímnanna ekkert annað en leif fólgins máls dróttkvæða, sem lifði þannig
áfram á þröngu sviði.
Fólgin nöfn eru að því leyti auðveldari viðfangs en annað fólgið mál, að
oftast er vitað, hvert nafnið er, sem undir býr. Vandinn er því oftast sá einn að
skilja, hvernig fólgið er, en ekki hvað. Eigi að síður gildir um þetta hið fom-
kveðna: „Allt er óhægra að leysa en binda." Lausnin getur því vissulega orkað
tvímælis, en mikils má vænta, ef þess er gætt að virða í hvívetna texta og tungu.
Gpfugt dýr ek heiti,
en ek gengit hefk,
inn móðurlausi mQgr.
Nafn Fáfnisbana virðist gert þríkvætt: Sig-urð-ur, og atkvæði þess fólgin
í öfugri röð.
gofugt dýr. í Snorra-Eddu (lokum Skáldskaparmála) segir svo: „Fár er reiði.
Far er skip. Þvílík orðtpk hafa menn mjok til þess at yrkja fólgit, ok er þat kallat
mj?k ofljóst....Hlið heitir á garði, ok hlið kalla menn oxa, en hltð er brekka.
Þessar greinir má setja svá í skáldskap, at gera ofljóst, at vant er at skilja, ef aðra
skal hafa greinina en áðr þykki til horfa in fyrri vísuorð. Slíkt sama em ok Qnnur
mQrg npln, þau er saman eigu heitit margir hlutir." — Að fornu voru fár og far
samhljóða að öðm leyti en því, að sérhljóð fyrra orðsins var langt [a:], en sér-
hljóð hins síðara stutt [a]. Sérhljóðið í hlið var stutt [i], en langt í hlíð [i:].
Annars vom orðin eins frarn borin. f orðum Snorra kemur fram, svo að ekki
verður um villzt, að skáldin léku sér einnig að slíkum orðum í orðaleikjum sínum.
Má því ætla — með tilliti til endingar nalnsins Sigurð-ur —, að gpfugt dýr sé úrr,
en svo nefndist uxi, úmxi (Sbr. úrarhorn.). Að vísu var hið bakstæða r í Sigurður
einritað (væri nafniÖ ekki skammstafað), en tvíritað r í úrr, en engan gat það villt
í áherzlulausri endingu (Sbr. orð eins og fjpturr) fremur en ólík lengd sérhljóð-
anna. Þetta var leikur skáldsins. Þá er þess og að gæta, að í fornum handritum er