Andvari - 01.01.1970, Page 189
ANDVARI
SIGURÐUR DULDÍ NAFNS SÍNS
187
Nú skal það reifað í stuttu máli, sem áður segir um fyrra helming 2. vísu
Fáfnismála:
gofugt dýr: „UR" (úruxi),
en ek gengit hefk: URÐ (grjót),
inn móðurlausi mpgr: ASKUR (maður, tré) = SIG (tré).
Sé merkingum orðanna, sem í vísunni standa, raðað í öfuga röð, kemur frarn
mannsnafnið Sigurður. Því fylgja orðin ek heiti.
III
í 4. vísu Fáfnismála (f. vh.) kveðst Sigurður telja, að ætterni hans sé Fáfni
ókunnugt, svo og hann sjálfur, en segir síðan (s. vh.):
Sigurðr ek heiti,
Sigmundr hét minn faðir,
er hefk þik vópnum vegit.
Tengiorðið er í síðasta vísuorði skiptir miklu máli. Það er nánast notað í or-
sakarmerkingu.1) Úr því að (bókstafl.: þegar) ég hef vegið þig vopnurn, skaltu
fá að vita, hver ég er. Þannig storkar Sigurður þrátt fyrir allt hinni fornu trú á
rnátt orða deyjandi manns. — En nú kemur aftur að hinu eiginlega umræðuefni
þessa greinarkorns, 5. vísu og þá einkum 6. vísuorði hennar. Fáfnir kvað:
Flverr þik hvatti,
hví hvetjask lézk
mínu fjQrvi at farar
Inn fráneygi sveinn,
þú áttir foður bitran,
„aborNo sciór asceiþ“.
„6. lína er afbökuð og óskiljanleg," segir í nýrri útgáfu Eddukvæða. Lausleg
athugun bendir þó til, að svo þurfi ekki — og ætti ekki — að vera. Orðin eru öll
rétt íslenzka hvert um sig: á forsetning, hornu þgf. í hvorugkyni af lh. borinn,
skjór fuglsheiti, á forsetning, skeið nafnorð ýmissa merkinga. Samband orðanna
innbyrðis er einnig eðlilegt, forsetningarliður og nafnorð ásamt forsetningarlið:
á hornu, skjór á skeið.
1) Svo er einnig gert í 1. vísu Fáfnismála (3.-5. vo.): Hverra ertu manna mpgr, | er þú á
Fáfni rautt | ]>inn inn frána mæki?