Andvari - 01.01.1970, Page 192
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON:
Bréf frá Ameríku
Bréfi því, sem birt er hér á eftir, læt ég fylgja nokkur orð um bréfritarann, Sigur-
geir Friðriksson, fyrsta bókavörð Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Eg hef meðal annars
þá ástæðu til að minnast hans, að ég hygg, að furðu fáir hafi kynnzt ’honum og furðu
fáir viti, að þeir hafi ástæður til að bera til hans þakklátan hug. En þeir eru fáir, sem
mér þykir betra að minnast. Því segi ég frá minningum mísnum um hann og frá okkar
skiptum, þeim er mér finnst aðra varða og lýsa honum bezt.
Þeir er farið hafa veginn yfir Fljótsheiði milli Bárðardals og Reykjadals í Suður-
Þingeyjarsýslu og horft yfir breiða heiðina suður til fjalla, öræfa og jökla, hafa ekki
komizt hjá því að taka eftir dalkvos nokkurri ekki langt suðaustur frá veginum á há-
heiðinni. Framan í brún þessarar dalkvosar horfa mót norðaustri bæjarrústir í túni,
er enn ber fagurgrænan lit á surnri hverju. Þar var bær er hét Skógarsel ekki fyrir
löngu. Þarna var Sigurgeir Friðriksson upp alinn og þarna bjó hann, þar til er hann
var á fertugasta aldursári. Þá hélt hann til Kaupmannahafnar, lærði þar bókavörzlu,
átti síðan á hljóðlátlegan hátt einna mestan hlut að stofnun Borgarbókasafnsins í
Reykjavík og varð fyrsti bókavörður þess.
Sigurgeiri mætti ég fyrst haustið, er ég var 13 ára að aldri. Eg hafði um vorið
flutzt með foreldrum mínum að Einarsstöðum í Reykjadal, og nú hafði mér verið
trúað fyrir því á smaladegi að skila fjárrekstri áleiðis upp til heiðarinnar og yfir hana
að bæ, er heitir Kvígindisdalur neðst í dalkvosinni, þar sem Skógarsel er uppi við
brúnina. Þarna var auk heimafólksins að mæta manni, sem kom með fjárrekstur ofan
frá heiðinni, um leið og ég kom með annan neðan úr dalnum.
Mér þótti þetta undarlegur álfasveinn. Þetta var fullorðinn maður, ég fékk síðar
að vita, að hann var 12 árum eldri en ég. En ég hafði ekki áður séð svo smávaxinn
mann. Hann náði meðalmanni ekki nema í hnakka, en þó var hann grannvaxnari en
hvað hann var lágur vexti. Mér fannst það óvenjulegt, hve vel honurn var fagnað af
nágrönnum hans og hversu sjálfsagt það var, að hann væri látinn sitja fyrir urn ifyrir-
greiðslu. Þegar hann var lagður af stað með fjárrekstur sinn upp til heiðarinnar, sagði
jafnaldri hans í Kvígindisdal mér frá því, að þetta væri bekkjarbróðir sinn frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Ekki hefði verið eins gott til neins annars að leita, ef við-
fangsefnin í skólanum hefðu reynzt erfið, enda hefði enginn kunnað námsgreinarnar
jafn vel allar. Reyndar liefði einurn bekkjarbróðurnum, Jónasi nokkrum frá Hriflu,
tekizt að skjótast upp fyrir hann á lokaprófinu. En það hefði ekki verið að marka,