Andvari - 01.01.1970, Side 195
ANDVARI
BRÉF FRÁ AMERIKU
193
sagði um það fáein orð. Hann sagði, að alþýðuskólinn yrði ekki byggÖur í Þingeyjar-
sýslu með löngum ræðum. Til þess þyrfti fjárframlög. Eins og mál stæðu nú, yrðum
við sjálf að leggja féð fram að miklu leyti; ef til vill að öllu leyti. Hann 'fullyrti, að
þetta gætum við þrátt fyrir fátækt okkar, ef við hefÖum til þess næga alvöru og
nægan vilja. Við skyldum leggja fram okkar fyrsta skerf til málsins þegar á þessum
fundi eða láta máliÖ niður falla. Máli sínu lauk hann með því að leggja ifram þúsund
krónur til stofnunar skólans. Þá voru þúsund krónur mikið fé, meira en hundrað
þúsund krónur nú. Það vissu allir, að það var fátækur maður, er lagði þetta fé fram.
Næstu misseri og ár var Sigurgeir aðalstuðningsmaður og hjálparhella formanns
Sambands þingeyskra ungmennafélaga, Þórólfs Sigurðssonar í Baldursheimi, við fjár-
söfnun til stofnunar skólans. Þeim varð betur ágengt en nokkur ha'fði látið sér til
hugar koma fyrir fram. Þórólfur lagði fram dugnaÖinn, en málið naut þess, að allir
— undantekningarlaust — treystu Sigurgeiri í Skógarseli. Á þessum árum varð fá-
menna býliÖ á heiðarbrúninni einn þeirra staða, þar sem forystumenn hinnar yngri
kynslóöar í Suður-Þingeyjarsýslu mættust til að ráða ráðum sínum. HúsráÖandinn
átti ekki auðveldlega heimangengt, en þarna var gott að mætast.
Veturinn, sem í hönd fór, stofnaði ungmennafélagið okkar til unglingaskóla í
sveitinni. Við Björn Jakobsson, síðar skólastjóri íþróttaskólans á Laugarvatni, önnuð-
umst kennsluna, formaður félagsins, Tryggvi Sigtryggsson, var aðalábyrgðarmaður
skólahaldsins, en Sigurgeir stóð á bak við okkur alla. Næst þegar haustaði, hljóp ég
enn úr þessum hópi, ífyrst til framhaldandi utanskólanáms í íslenzkum fræðum í
Reykjavík, síðan til tveggja ára náms- og kynningarferðar um NorÖurlönd. Ég var svo
heppinn að fá slík meðmæli frá kennurum mínum í Reykjavík, að þau dugðu mér
til fjárhagslegs stuÖnings í þeirri ferð. En þeir Tryggvi og Sigurgeir sáu um þaÖ, að
unglingaskólanum í sveitinni var áfram haldið annan vetur.
í kynningar- og námsferð minni um Norðurlönd fékk ég mikinn áhuga á skóla-
bókasöfnum og almenningsbókasöfnum. Síðsumars 1920 varð ég þess vís, að stofnaÖ
yrði til skóla fyrir bókaverði í Kaupmannahöfn. Þetta varð til þess, að ég hugsaÖi
mjög til vinar míns, Sigurgeirs í Skógarseli. Mér var ljóst, að hann gat ekki átt mikla
framtið fyrir höndum þar. Foreldrar hans voru báðir komnir nærri grafarbakkanum,
með systur sinni einni gat hann ekki búið í Skógarseli lengi. Ég skrifaði honum og
lagði í það hug minn allan að kalla hann til náms á bókavarðaskólanum í Kaupmanna-
höfn og gerast síðan bókavörÖur heima á Islandi, þar sem honum byðist verkefni. Svo
undarlegt sem mér sýnist það nú, hvarf Sigurgeir að þessu ráði. En seinn var hann
í heimanbúnaði, enda þurfti þar margt á að líta undir vetur. Það varð að ráði, að
formaður ungmennafélagsins okkar, Tryggvi, sem þá var nýkvæntur elztu systur
minni, gerðist húsmennskumaður í Skógarseli, til þess að systir og foreldrar Sigur-
geirs gætu átt þar athvarf, en um voriö fluttust þau til þeirrar systur Sigurgeirs, sem
var gift.
KomiÖ var fram í nóvember, þegar Sigurgeir kom í bókavarðaskólann. Litlu síðar
var kvöldboð í skólanum, kaffi og ávextir á borÖum. Þá fékk Sigurgeir þetta skeyti:
13