Andvari - 01.01.1970, Side 198
196
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
14. júní vestur til Niagara-Falls og Chicago. Dvaldi viku í Chicago, fór þaðan
gegnum St. Paul og Minneapolis vestur til frændfólks míns í Minnesota. Dvaldi
þar nær mánuð. Þaðan norður til Winnipeg. Var þar hálfan mánuð hjá Ragnari
Fljálmarssyni, Einari Har. o. fl. Þaðan vestur um íslenzku nýlendurnar. Dvaldi
tvo daga í Þingvalla nýlendu, viku í Vatnabyggð hjá Jóni frá Mýri o. fl., tvo
daga í Saskatoon. Þaðan vestur yfir fjöll til Vancouver og suður til Seattle. Dvaldi
þar viku hjá Kasthvammsfólki. Þaðan gegnum Portland suður, kom hingaÖ 3.
september. Hefi verið hér síðan hjá Askeli frá Kasthvammi. — Vorum skóla-
bræður á Akureyri.
Ég mun hafa ráðgert við þig að sækja um styrk úr American Scandinavian
Foundation. Það var mest í munninum. Mun þó hafa dottið það í hug heima,
en var víst ekki kominn lengra en til Englands, þegar ég ákvað til fulls að sækja
hvorki um það né annað. í hina röndina var ég ekki viss um það heima, að ég
mundi kæra mig um að koma til íslands aftur, en ég var ekki fyrr kominn til
New York en ég fann, að ég þurfti að komast heim aftur. Páll E. Ólason sendi
mér í fyrra greinar mjög fallegar, sem hann hafði skrifað í Vísi um bókasafniö
og mig. Seinna skrifaði Jónas, að Páll hefði sent umsókn til þingsins um styrk
handa mér, en sú umsókn hefði komið of seint. Ég lét í ljós ánægju mína yfir
þeim erindislokum og mun hafa búið svo um, að ekki verði reynt í annaö sinn.
Þórir frá Hólum heimsótti mig í Reykjavík. Barst í orð, að ég ætlaði vestur.
Spurði hann, hvort ég kæmi þá ekki til San Francisco. Ég kvaðst ekki mundu
hafa fé til þess. Hann taldi, að ég mundi þurfa að vera þrjú ár í Ameríku til að
hafa ífull not ferðarinnar. (Sama sögðu fleiri, og mun rétt vera.) Kynni ég þá að
geta unnið fyrir fargjaldi heim. Ég skrifaði honum frá New York og spurði, hvort
hann gæti útvegað mér vinnu, ef ég kæmi vestur. Iflann gaf von um það. Fljótt
eftir að ég kom, útvegaði hann mér vinnu sem carpenter helper [handlangari]
hjá Húnvetningum, sem Þrándur frá Ytrafjalli er í félagi við. Ifljá þeim hefi ég
unnið það sem ég hefi unnið hér. En sú vinna hefir reynzt stopul, því þeir eru
ekki alltaf að byggja. Verður betri í sumar. Maður, sem ekkert kann, fær tæpast
atvinnu hjá ókunnugum að vetrarlagi, þá eru svo margir atvinnulausir. Ég var
kominn í skuld, er hingaÖ kom, og er litlu nær að komast heim enn þá. En mér
liggur ekkert á. Ég hefi séð og lesið margt, sem ég hefði farið á mis við heima,
og einkum hugsað margt. — Aldrei áður eins margt. — Allt á mína heimsku vísu,
en það er nú samt þaö, sem ég uni bezt við. Mætti því máske segja, að mér hefði
aldrei liðiÖ eins vel, en hugsanaþráðurinn er nú samt oftast fastur á öðrum end-
anum heima á íslandi. Ég geri alltaf ráð fyrir að koma heim fyrir 1930, og ef
byggt yrði yfir Alþýðubókasafn Reykjavíkur, eins og Páll hafði von um í fyrra,
vildi ég vera kominn heim áður. Fyrr en það er byggt, er ekki mikið hægt að