Andvari - 01.01.1970, Page 202
200
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
í stað þess að selja aðgang. Þetta betl er svo af sumum eignað fyrirlesaranum.
Þessi ósiður mun stafa frá kirkjunni eins og fleira illt. Þegar þú kemur, verður
þú að aftaka allt betl og selja aðgang, eins og góðum fyrirlesara sæmir.
Það þarf að efla Vestur-íslendingafélagið heirna og láta það ná til fleiri en
þeim, sem verið hafa vestra. Það félag á svo að stýra fyrirlestraferðunum af hálfu
Austur-íslendinga og styrkja þær af eigin fé eða ríkisfé eða hvort tveggja. Það
getur orðið of langt fyrir þig að bíða eftir því. Hitt er vel hugsanlegt, að þú getir
fengið sérstakan styrk af ríkisfé, þegar Framsókn er komin til valda, sem verður
eftir næstu kosningar. Sr. Jónas A. Sigurðsson Churchbridge Man. Canada er
(eða var) formaður Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, og sr. Rögnvaldur Pét-
ursson stendur þar alltaf framarlega (líklega tengdur þér eins og flestum Aðal-
dælingum). Ég man ekki utanáskrift hans. Hana fær þú á Syðra-fjalli, ef þú vilt.
Eiríkur Hjartarson, Laugavegi 20, Reykjavík, var formaður félagsins þar.
Bandaríkin hafa engan konsúl á íslandi. Þarf leyfi Bandaríkjakonsúls t. d. í
Bretlandi, Norðurlöndum eða Canada til að koma hingað. Fæst það til sex mán-
aða, ef ekki á að setjast að, og svo kannske framlengt. Farið yfir Atlantshaf kost-
aði mig um 150 $ á þriðja farrými og er sæmilegt, en viðtökurnar síður í New
York, því að þriðja flokks farþegar eru þar undir mjög ströngu eftirliti fyrst. Sagt,
að þeim sé meðal annars leitað lúsa. Ég var í betri sortinni, mest vegna þess að
ég hafði ekkert bóluvottorð. Heyrði þó síðar, að sumir væru bólusettir á leiðinni.
Læknir kom frarn á skip í New York, leit yfir hópinn og sá strax, að við höfðum
enga bacteríu, hvað þá stærri skepnu. Innflutningsþjónn leit á leyfið og tollþjónn
ofan í töskuna, og svo mátti ég fara hvert sem ég vildi. Eins gekk liðugt norður
og suður yfir Canada-línuna. Auðvitað þarf að sýna vegabréf. Allir gera athuga-
semd um, að ekkert númer sé á vegabréfi mínu. Ég segi þeim, að ekki sé siður
á íslandi að númera vegabréf, og láta þeir það gott heita. Ódýrast mun að fara á
vegum Eimskipafélags íslands. Það gat ég ekki, af því ég ætlaði að dvelja í
London.
Húsnæði kostaði 5 $ á viku í New York og þarf varla að kosta meira annars
staðar. Næturgisting um 1 $. Bezt að leita uppi Y. M. C. A. ,,Væ emm sí ei“ —
Young Men’s Christian Association, og fá leiðbeiningar þar. Án leiðbeininga er
miklu líklegra, að maður þurfi að borga 3—4 $ fyrir nótt og 10 $ fyrir viku. Mál-
tíð má fá fyrir 35—45 cents. Svo getur rnaður fætt sig sjálfur fyrir lítið, a. m. k.
þar sem maður er ókunnugur. Er yfirleitt ekki til þess tekið í því rnikla „baslara"
landi. Bað fylgir herbergi ókeypis. Fataþvottur kostar heldur meira en heima og
hárskurður 50—65 cents. Það er dýrast. Sporvagnsgjald er 5—8 cents. Það er 5 c.
í New York og hér. Námsskeið hafði ég eins og ég vildi fyrir ekkert í bókavarða-
skólanum, af því ég var útlendingur, en ekki mun það regla í skólum. Ferð
\