Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 204
202
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
strax með því að láta þau móta í leir og yfirleitt kennt sem mest með því að láta
þau skapa og hafa þau sem frjálsust, enda heyrði ég úr annarri átt, að sumir lærðu
þar ekkert. Var kennt um of miklu sjálfræði.
Eg kom líka í ,,Horace Mann School for Boys“ í New York. Bókavörðurinn
þar flutti fyrirlestur í bókavarðaskólanum um það, hvernig hægt væri að láta
unglingana annast bókvörzluna að mestu sjálfa. Veitti ég því einkum eftirtekt,
hve strákarnir þar eru látnir búa til marga þarfa og merkilega hluti. Prentsmiðjur
munu vera í flestum unglingaskólum, og nemendur gefa út tímarit og vinna mest
að því sjálf, prentun og öllu. Ég kom í fleiri skóla, t. d. einn í Washington mjög
myndarlegan. Auðvitað voru það skólabókasöfnin og notkun þeirra og samband
við alþýðubókasöfnin, sem ég vildi einkum kynnast.
Eitt útbúið (58th St. Branch) í New York hefir samkomu- og lestrarsal fyrir
kennara með bókasafni handa þeim.
Kennsla í notkun bóka og bókasafna er venjulega í unglingaskólum og til í
barnaskólum. Unglingum er kennt í skólanum — skólabókasafninu, og bókavörð-
urinn kennir. Barnaskólakennararnir koma stundum með einn og einn bekk í
Alþýðubókasafnið — næsta útbú, og fá bamabókavörðinn til að segja þeim til.
Ég sá hvort tveggja.
í sumum aðalbókasöfnum er sérstök deild, sem engu sinnir nema skólunum.
Eru bækur fluttar þaðan til allra barnaskóla í borginni, svo sem 50 í hvern bekk,
þegar kennsla byrjar. Kennararnir geta pantað, en er annars skammtað. Þeir geta
fengið skipti, þegar þeir vilja, annars er haft skipti í öllum skólum einu sinni til
tvisvar á vetri. Bækurnar lánaðar börnunum beim. Það eru skemmtibækur og
léttar fræðibækur, en ekki kennslubækur og ekki handbækur. Unglingaskólar
hafa bókasöfn, en geta fengið viðbót úr alþýðubókasafninu. í sumum barnaskól-
um í New York er byrjað þegar börnin eru 10 ára að gefa þeim ritgerðarefni
i'ísindalegt! og vísa þeim í alþýðubókasafnið til að afla sér heimilda. Fyrir afmælis-
dag Lincolns þurfa þau að skrifa mjög vísindalega! ritgerð um Lincoln, og aðra
um Dickens fyrir afmælisdag hans eða um verk hans eða t. d. um Oliver Twist.
Þeim er sett fyrir að draga upp mynd af einhverri vél eða parti úr vél og lýsa
henni eða gera mynd og lýsingu af einhverjum fugli, sem ef til vill er ekki
nefndur í kennslubókinni. — Nægar myndir og heimildir í bókasafninu. (Auk
þess fær skólinn myndir lánaðar eftir vild.) Þessi aðferð við kennslu er auðvitað
miklu meira notuð í unglingaskólunum. Þó hafa þeir hvergi svo ég viti sagt skilið
við kennslubækur (textbooks), sem nemendur kaupa og eiga að lesa og læra að
efni til, en líklega verða þær lagðar á hilluna fyrr eða síðar. Þær eru ef til vill
mjög góðar hér, en þær eiga allar meir og minna sammerkt við kverið í því að
vekja „andstyggð á sérhverri bók“, þótt ekki sé nema vegna þess, að nemandinn