Andvari - 01.01.1970, Page 215
>vyyyyyyyyyywwwvvyvwwwywwywwwwwwwwwywwyv'
LAND OG ÞJÓÐ
eftir Guðmund Finnbogason
er rit, sem erindi á til allra Islendinga.
Hið íslenzka þjóðvinafélag gaf út í fyrra á vegum Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins ritið Land og þjóð eftir Guð-
mund Finnbogason, en það var upphaflega prentað árið 1921 sem
fylgirit Árbókar Háskóla íslands. Höfundur kveðst í formála gera
í riti þessu tilraun til að bregða nokkru ljósi yfir aðalþættina í sam-
bandi landís og þjóðar, „benda á almennustu atriðin, er þar koma
til greina, skýra þau með dæmum og styðja með dómum merkra
höfunda, er um þetta efni 'hafa ritað, en heimfæra síðan eftir föng-
um til lands vors og þjóðar..“
Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor ritar eftinnála hinnar nýju út-
gáfu og lýkur honum á þessa leið:
„Á aldarfjórðungsafmæli hins íslenzka lýðveldis hefur ýmislegt
verið vel sagt og skrifað, en ekkert, sem 'brýnna erindi á til íslendinga
en lokakafli bokarinnar Land og þjóð. Hann er í senn viðvörun og
hvatning, borinn upp af heitri en raunsærri föðurlandsást. Boðskapur
Guðmundar Finnbogasonar er samanþjappaður í lokaorðum bókar-
innar:
„Markmið vort verður því að vera það að haga lífi voru í öllum
efnum þannig, að þjóðin eflist sem bezt af landinu og landið a£
þjóðinni, en menningin af hvoru tveggja."
Ritið Land og þjóð er 168 blaðsíður og kostar til félags-
manna með sölusk. kr. 275,00. — í lausasölu kr. 355,00.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins