Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 5
JÓHANN HAFSTEIN:
BJARNI BENEDIKTSSON
Á eftir brimsjó þungra bárufalla
er blækyrr ró, sem færist yfir alla.
En hvenær rís hún aftur báran bláa
og blikar sínum faldi himinháa?
Það var sólmánuður á íslandi, en jafnvel þá gerast veður válynd.
Aðfaranótt hins 10. júlí árið 1970 var aftakaveður, norðangarri og heljar-
svali. Ég var í sumarhústað með konu minni að Hvammi í Skorradal. Ég
hafði vaknað allsnemma og gengið til þess að kveikja upp eld. Er ég kom
frá því verki, varð ég var óvæntra mannaferða.
Ég lauk upp útidyrunum, og heilsuðu mér tveir lögreglumenn, er
ég þekkti háða og bauð inn. Þegar ég hafði setzt í stól, studdi hinn eldri
þeirra höndum á axlir mér, horfði í augu mér og sagði: „I nótt hafa mikil
tíðindi oi'ðið. Vinur þinn, forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, og kona
hans, frú Sigríður, brunnu inni í Konungshúsinu á Þingvöllum í nótt
ásamt dóttursyni ungum, Benedikt Vilmundarsyni."
Nú höfðu mér í fáum orðum verið sögð válegustu tíðindi ævi minnar.
Ég gekk til svefnherbergis, þar sem við hjónin töluðumst við.
Lítilli stundu síðar var ég á leið í þyrlu til Reykjavíkur og leit yfir
landið. Hvernig var loftið? Hvernig fjöllin? I Ivernig sjórinn? Hvernig
fjaran? Var landið eins?
Fyrir hádegi var fundur í ríkisstjórn Islands. Það var ráðið, að ég
tæki fyrst um sinn við forsætisráðherraembættinu. Var frá því gengið eftir
viðræður, sem ég átti við forseta Islands, þá skönnnu síðar. Var sú skjóta
meðferð mála mjög í samræmi við þá áherzlu, sem Bjarni Benediktsson
hafði ævinlega lagt á trausta stjórnskipun og festu í stjórnarframkvæmdum.
Endalok voru orðin á æviskeiði æðsta manns ríkisstjórnar Islands og
konu hans og lítils dóttursonar, en Bjarni hafði nú sem oft endranær verið