Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 52
50
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVAIU
sé breitt bak, digur læri og digra kálfa og heyri mál mikið inn í stofuna og
róm mikinn yfir málinu.“
Fáir, el’ nokkrir Islendingar bafa látið svo uppi tilfinningar sínar og skoð-
anir sem Matdiías Jocbumsson hefur gert, ekki einasta í ljóðum sínum og fagur-
fræðilegum verkum mörgum og miklum, beldur og í bréfum sínum og ævi-
minningum. Auðvelt mætti ætla að lýsa þeim manni, - en flestar alhæfingar
um manninn, stefnu hans og skoðanir eru dæmdar til að falla um sjálfar sig og
missa marks fyrir hans eigin orðum eða efnisvali í einum eða öðrum stað. Því
meir sem lesið er af ritsmíðum hans, þeim mun erfiðara er að leiða hann á
bás eða marka honum stað, enda mundi honum sjálfum hafa verið slíkt ógeðfellt í
mesta lagi.
Sjaldan talar Matthías urn störf sín í stól eða fyrir altari, þótt hann hljóti
að hafa verið ræðumaður góður. Hann vildi „trúa frjáls á guð hins góða“, og
sálnahirðisstarfið var honum dýrmætt. Hann var mesta sálmaskáldið síðan Hall-
grím leið. í ritstjórnartíð sinni hafði hann í gamni eftir þau ummæli, að í pólitík
væri hann „allra vinur og engum trúr“. Hann var mannvinur. Flonum þótti
hver svínahirðir goðum líkur. Hann kunni vel að meta stórbrotna menn og
skörunga og orti eftir þá miklar og ágætar glymjandi drápur, en jafnfjálg
kvæði orti liann eftir nafnlausa menn. Honum fannst meira til um fáein
tár af barnsauga en allan beljanda í stærsta fossi landsins. Flann vildi stund-
um mega skipta um skoðun og milda dóma sína, og hvað var eðlilegra?
Kannski hafði hann látið eitthvað flakka, þegar sunnlenzkur sandstormur eða
norðlenzk hafíshríð buldi á kaldri stofu, þar sem hann sat með handadofa eða
kvalinn af kvefsótt. Þurfti hann þá að standa við öll sín orð, þegar sólin brauzt
fram úr skýjarofi og vermdi bann, eða þegar hann hafði yljað sér í samræðum
við vini sína? Flann lét aldrei ljós sitt undir mæliker. Ef líkingu má nota, þá voru
flestir andans menn samtíðar hans eins og lokaðar skeljar á sjávarströnd, luktar
fast utan um eina stefnu, eina ósk, eina perlu, ef til vill. Matthías var fullkomin
andstæða þeirra, opinn fyrir öllum stefnum og straumum samtíðarinnar, öllum
vindum, hvaðan sem þeir blésu, síleitandi, síveitandi af andlegri auðlegð sinni.
Hann naut af alhug samskipta við aðra menn, faðmar þá í anda í bréfum sínurn.
Hann var fleytifullur af þverstæðum, andstæðum, jafnvel ijarstæðum og
svæsnum hugsunum, sem hann nefnir svo, í senn stoltur í mennelsku sinni
og innilegri guðstrú og ofurauðmjúkur gagnvart þeim leyndardómum lífsins,
sem enginn fær skilið.
Hvers vegna varð Matthías Jochumsson þjóðskáld íslendinga? Hvers vegna
varð lofsöngur hans þjóðsöngur Islendinga? Eg hygg, að fyrri spurningunni sé