Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 118
116
BJÖRN SIGFÚSSON
ANDVARI
eigi standa sundruð í hagpólitík sinni, eu
sæktust eftir sameiginni forustu, hvað sem
Ósló segði, og færi þá slík hiiðstæða við
íslcnzka hagpólitík að verða afdrifarík.
Engan ríkisklofning er ég hér að gefa í
skyn, heldur aðstæður, sem kalla munu
á tilhlutun Nordeks. I hræðralagi yrðu
Stokkhólmur og Ósló að gera það upp við
sig, hverja langtímaætlun ríkin hafi með
alla norðurhelft sína, og mættu ckki flétta
ísland til muna inn í syðri miðstýring
sína, en hins vegar inn í stjórn og lang-
timahagvöxt norðurhelftar.
Nú var, eins og oftar í greininni, gripið
í framhjáhlaupi í hlíðina á stórmáli án
heildarsýnar yfir það. Ur því skal ögr.
reynt að bæta með molurn úr norskri
landafræði. Fyrst má spyrja: Er hægt að
ráðleggja iðnvæddum syðri hluta Noregs
að verjast því að taka norðanfólk í vinnu,
ljá því húsaskjól? Er hægt að neita þeim
um að mega vinna hráefni til iðnaðar og
fullgera vörur úr olíu sinni? Er vit í að
fjarlægja þaðan scm mest af gróða og
framkvæmdaafli, hindra fjárfesting, en
beina henni í staðinn til óarðgæfari
stranda? - Ojú, alls þess þarf til að bjarga
Vesturlandinu norska; sama mætti líka
rökstyðja um áhættu margra af strand-
bygggðum Óslóarfjarðar.
Þéttbýlismyndun fer að vonum hvergi
ofar cn 150 m yfir sjó við rætur hins sam-
fellda fjallabákns frá Líðandisnesi norður
að Mæri, dreifist óvíða í eyjar skerjagarðs-
ins, og mörg eru glettagjögrin, sem koma
til frádráttar frá byggilcgum svæðum
Rogalands, Hörðalands og Sygnafylkis.
Nærri 800 þúsund byggja þetta fjallsróta-
belti þeirra, þó það hafi tæplega 8000 km2
af landi hæfu til borgarmyndunar, utan-
borgarstóriðju(mengun) og matvörufram-
leiðslu. Meðtalið er það af brýnum skógi,
sem teygir sig niður fvrir 150 m hæðar-
línu. Meiri þéttleiki er þetta en á Vestfold,
sem þegar kvað vera í mengurnarhættu, og
liið jafnlenda Fjón hefur eigi nema svip-
aða þéttleiksgráðu. Minnumst þess, að
einungis 3% Noregs hafa rnenn getað
ræktað til að afla fóðurs og matvöru. Af
ræktarlandi mætti helzt engu sóa. Verði
iðju- og borgaþróunin ekki tempruð, hlyti
nær allur Jaðar, sem er afurðamesta naut-
gripasvæði landsins, eftir stærð, að fara í
súginn undir borgir og athafnasvæði.
Það er ófært, og ekki yrði heil né hálf
milljón íbúa vel sett á Hörðalandi, ef rækt
færi í kaldakol og mengun sviði burt
skóga úr hlíðunum. En á þessa leið hótar
bráði hagvaxtaraukinn að toga suðurhelft-
ina, nema ráðrúmsmeira og jafnvægis-
betra Nordekkerfi og eðlileg fullnýting
norðurhelftar korni í gagnið í tæka tíð.
Ekki er ónýtt að fá sér aðdráttarlinsu og
taka frá íslandi þá mynd af Noregi syðst,
að Rogaland korni eins og við hliðina á
Reykjaneskjördæmi, Stafangur samsvari
Reykjavík, og elur hún með upplandi sínu
áttung milljónar, en Rogaland rúmlega
kvartmilljón íbúa. Flentast mun báðum
svæðum, að fjölgun á þeim fari ekki
fram úr landsmeðaltali, og mun þá vel
duga rýrnið, og hið íslenzka í minni hættu.
Samanburður á suðvesturþéttbýli voru
og Þrándheimi kæmi grein minni enn
betur, cn torveldast sakir mýmargra and-
stæðna. Idans lega er sú, að inn til land-
lciða í þrjár eða fjórar áttir þarf hann að
horfa mest, ná til sín sem rýmstu við-
skiptaupplandi austan Kjalar sem innan
lands. Hann nálgast hálft annað hundrað
þús. íbúa, og hann ætti oft fyrsta boð í
að hanna og annast stærstu áætlanir, sem
miða að eflingu norðurhelftar, þegar beint
verður til hennar eins miklu og hún sýn-
ist óska sér af fémunum til atvinnurekstr-
ar, tæknikunnáttu, vistfræða- og hafrann-
sóknum, o. s. frv.
Reykjavík er flugborg, hafnarborg, höf-