Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 141
ANDVARí
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
139
þeirri stefnu fylgt allt fram til ársins 1939,
en þá var gcngið fellt nokkuð, svo sem
síðar verður getið. Frá hausti 1925 til
vors 1939 var verð á sterlingspundi þann-
ig óbreytt, eða kr. 22.15. Hins vegar féll
krónan talsvert á þessum tíma gagnvart
gulli, eða úr 82 í 50 gullaura, og var það
vegna samsvarandi lækkunar sterlings-
punds gagnvart gulli á þessu tímabili.
Frá og með árinu 1924 og frarn til
ársins 1930 var verðlag útflutningsafurða
lengst af hagstætt og verzlunarárferði því
gott, þó að urn minni báttar sveiflur í
því væri að ræða. En þá fór að gæta áhrifa
heimskreppunnar miklu, sem hófst í
Bandaríkjunum haustið 1929. Olli hún
miklum örðugleikum á öllum sviðum ís-
lenzks atvinnulífs og setti svip sinn á
alla iþróun íslenzks efnahagslífs fram til
þess að síðari heimsstyrjöldin hófst haust-
ið 1939.
Dæmi um hina óhagstæðu þróun við-
skiptakjara fyrstu ár heimskreppunnar
eru eftirfarandi tölur, scm sýna verðvísi-
tölur innfluttrar og útfluttrar vöru árin
1929-33 miðað við verðvísitölur fyrir
1914=100.
Verðvísitölur
Ár Innflutnings Otflutnings
1929 149 164
1930 135 143
1931 119 99
1932 115 93
1933 109 102
Á tölum þessum sést, að árin 1929-
1932 lækkar verð útfluttrar vöru um
43%, en verð innfluttrar vöru um aðeins
23%, þannig að viðskiptakjör rýrnuðu
um nær 30-40%. Með árinu 1933 bötn-
uðu viðskiptakjörin nokkuð aftur, og
hélzt sá bati nokkurn veginn til þess að
krcppunni lauk 1939, en aldrei urðu þau
þó svo hagstæð sem verið hafði fyrir
kreppuna. Hér við bættist svo sölutregð-
an á erlendum mörkuðum, sem dró veru-
lega úr magni útfluttrar vöru, svo sem
nánar verður vikið að hér á eftir, er
rædd verður afkorna sjávarútvegsins, að-
alútflutningsatvinnuvegarins.
Tímabili því, sem hér er urn að ræða,
má því skipta í tvennt, annars vegar tíma-
bilið frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar til ársins 1930, er áhrifa hcims-
kreppunnar fer að gæta hér á landi, og
hins vegar heimskreppuárin 1930-39.
Fyrra tímabilið var framfaraskeið, enda
verzlunarárferði hagstætt a. m. k. síðara
hluta þess, en kreppuárin voru tímabil
stöðnunar, þótt ýmsar nýjungar kæmu þá
fram vegna viðleitni landsmanna til þess
að aðlaga atvinnulífið kreppuástandinu.
Ef litið er á þróun atvinnuhátta sem heild
á iþessu tímabili, þá er um að ræða
áframhald þeirrar þróunar, sem hófst
fyrir aldamót, að bæir og þéttbýli vaxa
á kostnað dreifbýlis, og jafnframt því
fækkar þeirn, er vinna landbúnaðarstörf,
en að sama skapi fjölgar iþeim, sem vinna
við atvinnugreinar þéttbýlis, svo sem við
iðnað og ýmiss konar þjónustustörf. Þeim,
sem störfuðu að fiskveiðum, fækkar
heldur hlutfallslega á tímabilinu.
Samkvæmt aðalmanntölum 1920 og
1940 óx sá hluti þjóðarinnar, er búsettur
var í kaupstöðum og kauptúnum með
yfir 300 íbúa, úr 42,7% í 61,7%. Þeim, er
stunduðu landbúnaðarstörf, fækkaði úr
35,8% í 30,5%, og þeim, er stunduðu
fiskveiðar, úr 16,7% í 15,9%. I iðnaði,
þar með talinn byggingariðnaður og raf-
veitur, fjölgaði úr 18,9% í 21,7%. Þeim,
er störfuðu við verzlun og samgöngur,
fjölgaði úr 14,5% í 15,9%, og þeim, er
unnu að öðrum þjónustustörfum, fjölgaði
úr 10,2% í 11%.
Skal nú vikið að þróun og afkomu ein-