Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 65
andvari
STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EITT HUNDRAÐ ÁRA
63
staðinn fyrir þessi orð kærni: „ísland er
óaðskiljanlegur liluti Danaveldis með sér-
stökum Jandsréttindum." Ilér var farin
millileið. Ef þingið hefði sett inn orða-
lagið, sem Þingvallafundur 1850 hafði
samþykkt: „Island er frjálst sambandsland
Danmerkur," þá hefði málið annaðhvort
strandað Jijá stjórninni eða hún hefði
valdboðið sína grein cins og hún var.
Landsmenn voru ekki alls kostar ánægð-
ir með 'þessa málamiðlunartillögu Alþing-
is, en hún var borin fram til þess að bægja
burt því, sem verra var. Á þinginu 1867
urðu málaJok þau, að Atþingi samþykkti
að biðja konung þess að samþykkja frurn-
varpið til stjórnskipunarlaga með þeim
breytingum, sem þingið hafði gjört á því,
og að það yrði kallað „stjórnarskrá ís-
lands“. Fengist ekki þetta, þá var til vara
beðið um, að stjórnskipunarmálið allt yrði
lagt fyrir þing svo fljótt sem orðið gæti.
Ekki gekk nú fremur en áður saman
með íslendingum og hinum dönsku
stjórnvöldum. Gerðist það síðla árs 1870,
að danska stjórnin lagði fyrir ríldsþing
Dana frumvarp til laga urn hina stjómar-
legu stöðu íslands í ríkinu. Var þetta
frumvarp samþykkt af báðum deildum
þingsins eftir stuttar umræður, staðfest af
konungi og gefið út 2. janúar 1871. 'Hafa
þau lög jafnan síðan verið kölluð „stöðu-
lögin".
Birting stöðulaganna vakti mcgna ó-
ánægju meðal íslendinga. Lögunum var
mótmælt bæði að formi og efni. Alþingi
liafði ekki fcngið að njóta síns ráðgjafar-
atk\'æðis. Þau höfðu þ\ í þann formgalla,
að ekki hafði verið farið að fyrirheiti kon-
ungs um, að þing í landinu sjálfu skyldi
fjalla um stjórnarmálið, áður en því yrði
slegið föstu. Ríkisþing Dana hafði að
skilningi íslendinga engin ráð yfir málefn-
um Islands. Að efni til komu stöðulögin
gersamlega í bága við réttindi landsins,
þau hin fornu landsréttindi, sem byggðust
á Gamla sáttmála, eða Gissurarsáttmála
eins og hann er nefndur af sumum fræði-
mönnum hin síðari ár. Alþingi mótmælti
stöðulögunum og hélt fast við stjórn-
frelsiskröfur sínar og réttindi landsins. En
allt kom fyrir eklu.
Nú Jeið að þjóðhátíðinni miklu til að
minnast þúsund ára búsetu Islendinga í
landinu; voru undirbúin rnikil liátíðar-
höld árið 1874. Árið áður var mjög um
það rætt í öllum héruðum landsins að
halda fund á Þingvöllum við Oxará og
stefna þangað kosnum mönnum úr öllum
sýslum. Varð 'þetta að ráði, og kom fund-
urinn saman 26. júní 1873. Var þar skor-
að á Alþingi að semja frumvarp til full-
kominnar stjórnarskrár fyrir ísland og
l>cra það fram fyrir konung til staðfest-
ingar. Vildu fundarmcnn sér í lagi láta
taka þar fram þessi atriði:
1. að íslcndingar sé sérstakt þjóðfélag og
standi í því einu sambandi við Dana-
veldi, að þeir Júta Jiinum sania kon-
ungi;
2. að konungur veiti Alþingi fullt lög-
gjafarvald og fjárforræði;
3. að allt dómsvald sé hér á landi;
4. að öll landsstjórnin sé í landinu sjálfu;
5. að ekkert verði það að lögunt, scm
AJþingi ekki samþykki;
6. að konungur skipi jarl á íslandi, er
beri ábyrgð fyrir konungi einum, en
jarlinn skipi stjórnarherra með ábyrgð
fyrir Alþingi.
Þing\'allafundurinn samþykkti til vara,
að konungur kalli sem allra fyrst saman
þjóðfund með fullu samþykktaratkvæði
og láti leggja fyrir þann fund frumvarp
til fullkominnar stjórnarskrár fyrir ísland.
Þegar Alþingi kom saman á þessu sama
sumri, bjó það til og samþykkti frumvarp
til stjórnarskrár. Var það í öllum megin-