Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 97
ANDVARI
JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ
95
Skoðanir og lífssýn frá yngri árum hafði hann varðveitt, en hann hefði eins
og hætt að hirða um ný viðhori. Þannig hafði skilið með þeim bræðrunum,
honum og Benedikt, sem var ungur maður til 93 ára aldurs. En þrátt fyrir
þennan þverbrest á ævi hans, hafði honum tekizt að halda við jörð sinni og
heiðri ættar sinnar.
Svo biðst ég fyrirgefningar á því, hve langorður ég hef orðið um þennan
mann, er ég þekkti aðeins eftir að hann var orðinn gamall. Þá er loks komið
að því að segja frá Jónasi syni hans. Verður þó enn að geta móðurættar hans,
og það því fremur, að þangað er nafn hans sótt.
Snorri kvæntist Rebekku Jónasdóttur frá Þverá í Reykjahverfi. Hún er af
Laxamýrarætt. Jónas faðir hennar var bróðir Sigurjóns á Laxamýri og Kristjáns
ferjumanns á Núpum, sem Guðmundur föðurbróðir minn gerði frægan með
eftirmælum. Með þessu blandaði Ketilsættin blóði við Laxamýrarættina gömlu.
En því er fram tekið, að hér sé um þá gömlu ætt að ræða, að mér hefur skilizt,
að hún hafi verið talsvert með öðrum hætti en sú Laxamýrarætt, sem mörgum er
nú kunn, afkomendur Sigurjóns í Laxamýri og Snjólaugar Þorvaldsdóttur frá
Krossum við Eyjafjörð. Mér er minnisstætt frá bernsku, er Guðmundur föður-
bróðir rakti skyldleika Jóhanns skálds Sigurjónssonar um móðurkné við Jónas
skáld Hallgrímsson og færði einkenni hinnar yngri kynslóðar til þess skyldleika
og til frábrigða til hinnar gömlu kynslóðar þingeysku greinar ættarinnar. En
Guðmundur þekkti báðar kynslóðirnar þá eldri og yngri mjög vel. Eldri kynslóð-
in þótti búa yfir atgervi, hörku og erfðabundinni íhaldssemi.
Þeim Snorra og Rebekku varð auðið fjögurra sona í þessari aldursröð: Páls
(f. 27. febr. 1885), Jóns (f. 24. okt. 1886), Áskels (f. 5. des. 1888) og Jónasar
(f. 24. okt. 1891). Þrír bræðranna, Páll, Jón og Jónas, fóru aldrei að heiman frá
Þverá til námsdvalar eða annarrar fjarvistar um langan tíma. Þeir þóttu allir
verða vel bóklærðir, einkum eldri bræðurnir. Urðu deilur þeirra við föður þeirra
um fræðileg efni og félagsmál frægar um sveitina. Þótti gamla manninum þeir
ganga of langt til öfga, en ekki til öfga móðurfeðga sinna, heldur til hinna
öfganna, hinna sosíalísku öfga samtímans, en þeim þótti sem hann hefði valið
sér kyrrsæti í skjóli gamals tíma. Áskell, senr notið hatði eins námsvetrar í lýð-
skóla Benedikts Björnssonar á Húsavík, var eigi mikið heima eftir það. Hann
var fyrst um skeið eftirlitsmaður með barnafræðslu í sveit sinni, Reykdælahreppi,
en hvarf sveitinni eftir það til Akureyrar. Hann var mjög sama sinnis og
bræður hans hinir eldri í skoðunum, en gætti hófs í deilum við föður sinn.
Jónasar var að engu getið í sögunum, sem gengu um deilur þeirra Þverár-
manna, nema hvað hann var haldinn vera góður áheyrandi.