Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 36
34
JÓHANN IIAFSTEIN
ANDVAEI
An þess að hér skuli farið út í meginatriði stjórnarstefnu Viðreisnar-
stjórnarinnar, sem hún gerði mjög ýtarlega grein fyrir á Alþingi og í sér-
stökum bæklingi „Viðreisn", þykir þó rétt að gera hér grein fyrir þeim
höfuðatriðum, sem Olafur Thors forsætisráðherra skýrði frá á Alþingi, er
Viðreisnarstjórnin tók við völdum hinn 20. nóvember 1959, sama dag og
Alþingi kom saman. Þá sagði forsætisráðherrann m. a.:
„Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem
réttlátastar gagnvart öllum almenningi, hefur ríkisstjórnin ákveðið:
1. að hækka verulega bætur almannatrygginganna, einkum fjölskyldu-
bætur, ellilífeyri og örorkulífeyri;
2. að afla aukins lánsfjár til íbúðabygginga almennings;
3. að koma lánasjóðum atvinnuveganna á traustan grundvöll;
4. að endurskoða skattakerfið nreð það fyrir augum fyrst og fremst að
afnema tekjuskatt á almennar launatekjur.
Varðandi verðlag landbúnaðarafurða mun reynt að fá aðila til að semja
sín á milli um málið. Ella verður skipuð nefnd sérfræðinga og óhlutdrægra
manna, er ráði fram úr því.
Ríkisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsáætlana, er verði leiðar-
vísir stjórnvalda og hanka um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðar-
innar, beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnuveganna um
landið allt og undirbúa nýjar framkvæmdir til hagnýtingar á náttúruauð-
lindurn landsins.
Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka fram, að stefna hennar í landhelgis-
inálinu er óhreytt, eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5.
maí 1959.“
í tilvitnaðri alþingissamþykkt var það meginatriðið, að Islendingar
myndu vinna að því að afla viðurkenningar annarra þjóða á rétti sínum til
landsrunnsins alls, op hefur síðan stefnt að því marki.
Þess fór bráðlega að gæta, að Olafur Thors hafði gengið feti framar en
heilsan leyfði í baráttu sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina. Hann tók
sér hvíld frá störfum haustið 1961, frá því um miðjan september til ársloka.
Leiddi þetta til þess, að hann sótti ekki fjórtánda Landsfund Sjálfstæðis-
flokksins, sem settur var hinn 19. október 1961, en í stað hans hafði Bjarni
Benediktsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, með höndum stjórn og