Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 101
ANDVARI
99
JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ
var aðalaflgjafinn, og með bókasafninu lifði hreyfingin raunverulega jafn lengi
og Benedikt. En Snorri, sagnritari þessarar hreyfingar, var hrifnasti og líklega
öfgamesti fylgismaður bróður síns, meðan hann hafði heilsu til, en eftir það að
heilsan þvarr, lifði hann einkum með því sem liðið var og fyrir það, skoðanir
hans á því, er gerðist í kringum liann, voru að miklu leyti bergmál liðins tíma,
búsýsla hans viðhald á því, sem áður hafði verið gert á föðurleifð hans, og ef
til vill beið hann bara eftir þeirri fagnaðarstund að mæta bróður sínurn við hlið
himnaríkis, eins og hermt hafði verið eftir honum.
En Jónas sonur hans? Þegar ég stóð við hlið hans á Þverárhlaði morgun-
inn eftir, minntist ég þess, að hann var kominn á líkan aldur og Snorri, þegar
ég sá lrann fyrst. Svo hugsaði ég mér, að horfin væru af Snorra öll veikinda-
einkenni hans, sem Jónas hafði kennt mér kvöldið áður að sjá og skilja, og þá
sá ég fyrst, hvað þessir feðgar voru um margt undra líkir, báðir smáir vexti,
hægir og aðgætnir í framgöngu. Jónas réð að vísu enn yfir meira þreki en Snorri
virtist hafa yfir að ráða, er ég sá hann fyrst. Enn hafði enginn vegur verið
lagður inn í dalinn. Enn hafði Jónas lítið sem ekkert gert fyrir jörðina, ætt-
leifð sína. Átti hann nokkuð annað eftir en verða gamall bóndi og garnall
maður á Þverá, eins og faðir hans hafði verið öll árin, sem ég þekkti hann.
Svo liðu rúmlega 20 ár, þar til ég kom að Þverá í Laxárdal næst, 13. ágúst
1969.
Ég hafði komið frá Englandi í lok júlímánaðar eftir tveggja ára dvöl þar. 1
Reykjavík höfðu mér borizt miklar frásagnir um fyrirætlanir Norðlendinga í
rafmagnsmálum þeirra og fundarhöld um þær fyrirætlanir að veita Suðurá
og Svartá, er renna til Skjálfandafljóts, austur um Grænpollamýri og Bakka-
mýri, mynda þar uppistöðulón á stærð við Mývatn á leið til Krákár, er síðar
flytti flauminn til Laxár. Þar sem Laxá fellur úr Laxárdal, yrði gerður 57
metra hár stíflugarður fyrir uppistöðulón, er fyllti dalinn langt inn frá stíflunni,
en neðan hennar yrði gerð mikil rafstöð, er nægði Norðurlandi eystra um ára-
tugi. Fyrir þessu hafði þegar verið mælt, kostnaður við fyrirtækið áædaður
og það talið fjárhagslega álitlegt. Þetta hafði valdið miklum hugarhræringum í
Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem málið kom flestum óvænt. Menn höfðu heyrt
nokkurn ávæning af þessum fyrirædunum, en höfðu litið á þær sem fjarlægan
draum, er ekki þyrfti að taka afstöðu til í næstu bráð, en nú átti að taka þetta
til framkvæmda á næstu árum. Þegar ég kom í heimsókn til skyldfólks míns á
Litlulaugum, hafði ég þar enga viðdvöl á hlaði, en fékk mér göngu um kunnar
leiðir yfir heiðina að Halldórsstöðum og Þverá í Laxárdal.
Þegar að Halldórsstöðum kom, gekk ég fyrst að gamla íbúðarhúsinu, þar