Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 46
/
44 JÓHANN HAFSTEIN
Frú Sigríður Björnsdóttir var svipheið kona, björt yfirlitum og létt í lund
í öllu venjulegu dagfari og þreklunduð. Frú Ragnhildur Helgadóttir al-
þingismaður endar eftirmæli um frú Sigríði á viðeigandi og virðulegan
hátt: „Að öllu samanlögðu var líf Sigríðar Björnsdóttur sigurganga.
Hún var mikil og einlæg trúkona. Hún sigraði með aðferðum, sem
henni voru í blóð bornar, atorku og kjarki, efld af ástinni til bónda síns.
Flin létta og styrka lund hennar var sólskin í lífi hans. Hún vann glæsilegt
lífsstarf. Henni var ekkert að vanbúnaði að fylgja Bjarna. Eins og þau
voru vön, lögðu þau einnig sarnan í lrina löngu för. Bjarni og Sigríður
lögðust til hvíldar með Benedikt litla í verðugum áfangastað. Á helgum
stað þjóðarinnar, þar sem saga landsins talar til okkar, hurfu þau á vit
hennar, Islandssögunnar, sem þau áttu svo ríkan þátt í að skapa.“
Er eilífðin í sími
ógnarveldi
örlögin frá morgni
og að kveldi?
Bjarni Benediktsson var hæði maður samtíma síns, framtíðarinnar og
liðins tíma. Flann var að vísu ekki sporlangur á göngu, en steig þó mörg
fet fram úr samtíð sinni og stóð traustum fótum í fortíðinni. Orðið kyn-
slóðabil var ekki fundið í raun í hans munni. Hann tengdi saman fortíð
og framtíð í nútíð sjálfs sín.
Sagan mun óefað skipa Bjarna Benediktssyni á bekk með mætustu
og merkustu stjórnmálamönnum Islendinga. Vissulega er það þó svo, að
margir ágætismenn og sumir afbragð annarra voru með honum í verki,
ruddu slóð hans og héldu rnerki hans uppi. En Bjarni minnir þar að sínu
leyti á Lóndranga á Snæfellsnesi, að margir verða þar ekki til samanburðar.
Bjarni Benediktsson grópaði djúp spor í samtíð sína, þau er seint mun
fenna. Á komandi tíð verður ekki fram hjá þeim farið né þau hulin djúpi
gleymskunnar. Um stjórnmálastörf hans mætti hafa orð lræðaþularins
þýzka, Max Weber, er hann segir við erindislok urn starf stjórnmálamanns-
ins: „Að fást við stjórnmál er að klappa harðan stein, sem seint vinnst, en
þó má steinsmiðnum aldrei þverra móður né gleymast nákvæmnin. Satt er
það að vísu og stutt allri reynslu sögunnar, að aldrei næðist hið mögulega,
ef markið vær ekki iðulega sett hærra, á hið ómögulega. En sá verður að