Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 73
ANDVARI
STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EITT HUNDRAÐ ÁRA
71
varpinu, að landshöfðingi bæri ábyrgð
gagnvart Alþingi, að hann ætti í sérmál-
um íslands að koma alveg í stað ráðgjaf-
ans, bera upp mál fyrir konungi og undir-
rita þau með honum.
Þetta frumvarp til breytinga á stjómar-
skránni varð ekki útrætt. En baráttan fyr-
ir endurskoðun stjórnarskrárinnar var nú
hafin og laut þar forystu hins mikilhæfa
og málsnjalla leiðtoga, Benedikts Sveins-
sonar sýslumanns. Frumvörp voru flutt á
næstu þingum, en urðu ýmist ekki útrædd
eða var synjað staðfestingar. „ „Frelsis-
skráin" hafði þegar glatað miklu af ljóma
sínum og kaldur veruleikinn kominn í
staðinn,“ segir dr. Björn Þórðarson í riti
sínu „Alþingi og frelsisbaráttan
1874-1944“. Allmörgum lögum frá hverju
þingi var synjað staðfestingar. „Það var
enginn vafi, að hér var ekki íslenzk stjórn
að verki, ekki konungur íslands, heldur
útlend stjórn, danska stjórnin," segir dr.
Björn.
Á þingi 1885 var aftur tekin upp hin
fyrri tillaga um, að landstjóri, sem bæri
ábyrgð fyrir konungi, færi með land-
stjórnina, en landstjóri taki sér ráðgjafa,
sem bæru ábyrgð fyrir Alþingi. Strax við
fyrstu umræðu um það frumvarp gaf
landshöfðingi fyrir hönd konungs og
stjórnar yfirlýsingu: „Stjórnin álítur að
svo kornnu sérhverja breytingu á stjórnar-
skránni ónauðsynlega og mun því enga
breytingu á henni aðhyllast." 1 yfirlýsing-
unni var og tekið fram, að gildandi stjórn-
arskrá væri því ekki til fyrirstöðu, að land-
ið geti tekið öllum þeim framförum, sem
það þarf með og eftir öllurn atvikum eru
mögulegar.
Baráttan fyrir endurskoðun stjórnar-
skrárinnar hélt áfram á næstu áratugum,
en svo fór eins og vænta rnátti eftir fyrr-
greinda yfirlýsingu stjórnarinnar á Al-
þingi, að öllum tillögum og frumvörpum
Alþingis í þá átt var synjað staðfestingar.
Það liðu því þrír áratugir frá setningu
stjórnarskrárinnar, þangað til fallizt var
á breytingu á henni árið 1903.
Sú breyting var fyrst og fremst á þá
lund, að Islendingar fengu innlendan ráð-
herra, búsettan hér heima, sem tók við
störfum þess ráðherra í dönsku stjórninni,
sem farið hafði með íslandsmál. Hann
skyldi bera ábyrgð fyrir Alþingi, sem gat
kært hann fyrir embættisrekstur hans. Þó
var sá galli á, að ráðherrann átti að bera
upp íslenzk mál fyrir konungi í ríkisráði
Dana, og olli það ákvæði síðan löngum
deilum. Með þessari stjórnarskrárbreyt-
ingu var kosningarrétturinn einnig rýmk-
aður nokkuð.
1915 voru aftur gerðar nokkrar breyt-
ingar á stjórnarskránni. Ein var sú, að rík-
isráðsákvæðið svokallaða var fellt niður úr
stjórnarskránni sjálfri, þ. e. að ráðherra
skyldi bera upp mál í hinu danska ríkis-
ráði. 1 staðinn var lagt á vald konungs að
ákveða, hvar þau skyldu upp borin. En
samdægurs gaf konungur út úrskurð urn,
að málin skyldu framvegis eins og hingað
til borin upp fyrir honum í ríkisráðinu.
Önnur breyting var sú, að heimilað var að
hafa fleiri ráðherra en einn, og var sú
heimild notuð 1917, þegar fjölgað var í
þrjá. Þá var og ákveðið, að í stað hinna
konungkjörnu þingmanna skyldu koma
sex landskjörnir þingmenn, kosnir hlut-
bundnum kosningum um land allt. Einn-
ig var kosningarrétturinn rýmkaður. Var
nú afnuminn allur munur, sem gerður
hafði verið að því er kosningarrétt snerti
unr þjóðfélagsstéttir, útsvarsgreiðslu og
efnahag, að öðru leyti en því, að þeir, sem
stóðu í skuld fyrir sveitarstyrk, fengu ekki
enn kosningarrétt.
En stórfelldasta breytingin var sú, að
konur fengu nú kosningarrétt, og var ís-
land í því efni á undan flestum þjóðum