Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 73

Andvari - 01.01.1974, Page 73
ANDVARI STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EITT HUNDRAÐ ÁRA 71 varpinu, að landshöfðingi bæri ábyrgð gagnvart Alþingi, að hann ætti í sérmál- um íslands að koma alveg í stað ráðgjaf- ans, bera upp mál fyrir konungi og undir- rita þau með honum. Þetta frumvarp til breytinga á stjómar- skránni varð ekki útrætt. En baráttan fyr- ir endurskoðun stjórnarskrárinnar var nú hafin og laut þar forystu hins mikilhæfa og málsnjalla leiðtoga, Benedikts Sveins- sonar sýslumanns. Frumvörp voru flutt á næstu þingum, en urðu ýmist ekki útrædd eða var synjað staðfestingar. „ „Frelsis- skráin" hafði þegar glatað miklu af ljóma sínum og kaldur veruleikinn kominn í staðinn,“ segir dr. Björn Þórðarson í riti sínu „Alþingi og frelsisbaráttan 1874-1944“. Allmörgum lögum frá hverju þingi var synjað staðfestingar. „Það var enginn vafi, að hér var ekki íslenzk stjórn að verki, ekki konungur íslands, heldur útlend stjórn, danska stjórnin," segir dr. Björn. Á þingi 1885 var aftur tekin upp hin fyrri tillaga um, að landstjóri, sem bæri ábyrgð fyrir konungi, færi með land- stjórnina, en landstjóri taki sér ráðgjafa, sem bæru ábyrgð fyrir Alþingi. Strax við fyrstu umræðu um það frumvarp gaf landshöfðingi fyrir hönd konungs og stjórnar yfirlýsingu: „Stjórnin álítur að svo kornnu sérhverja breytingu á stjórnar- skránni ónauðsynlega og mun því enga breytingu á henni aðhyllast." 1 yfirlýsing- unni var og tekið fram, að gildandi stjórn- arskrá væri því ekki til fyrirstöðu, að land- ið geti tekið öllum þeim framförum, sem það þarf með og eftir öllurn atvikum eru mögulegar. Baráttan fyrir endurskoðun stjórnar- skrárinnar hélt áfram á næstu áratugum, en svo fór eins og vænta rnátti eftir fyrr- greinda yfirlýsingu stjórnarinnar á Al- þingi, að öllum tillögum og frumvörpum Alþingis í þá átt var synjað staðfestingar. Það liðu því þrír áratugir frá setningu stjórnarskrárinnar, þangað til fallizt var á breytingu á henni árið 1903. Sú breyting var fyrst og fremst á þá lund, að Islendingar fengu innlendan ráð- herra, búsettan hér heima, sem tók við störfum þess ráðherra í dönsku stjórninni, sem farið hafði með íslandsmál. Hann skyldi bera ábyrgð fyrir Alþingi, sem gat kært hann fyrir embættisrekstur hans. Þó var sá galli á, að ráðherrann átti að bera upp íslenzk mál fyrir konungi í ríkisráði Dana, og olli það ákvæði síðan löngum deilum. Með þessari stjórnarskrárbreyt- ingu var kosningarrétturinn einnig rýmk- aður nokkuð. 1915 voru aftur gerðar nokkrar breyt- ingar á stjórnarskránni. Ein var sú, að rík- isráðsákvæðið svokallaða var fellt niður úr stjórnarskránni sjálfri, þ. e. að ráðherra skyldi bera upp mál í hinu danska ríkis- ráði. 1 staðinn var lagt á vald konungs að ákveða, hvar þau skyldu upp borin. En samdægurs gaf konungur út úrskurð urn, að málin skyldu framvegis eins og hingað til borin upp fyrir honum í ríkisráðinu. Önnur breyting var sú, að heimilað var að hafa fleiri ráðherra en einn, og var sú heimild notuð 1917, þegar fjölgað var í þrjá. Þá var og ákveðið, að í stað hinna konungkjörnu þingmanna skyldu koma sex landskjörnir þingmenn, kosnir hlut- bundnum kosningum um land allt. Einn- ig var kosningarrétturinn rýmkaður. Var nú afnuminn allur munur, sem gerður hafði verið að því er kosningarrétt snerti unr þjóðfélagsstéttir, útsvarsgreiðslu og efnahag, að öðru leyti en því, að þeir, sem stóðu í skuld fyrir sveitarstyrk, fengu ekki enn kosningarrétt. En stórfelldasta breytingin var sú, að konur fengu nú kosningarrétt, og var ís- land í því efni á undan flestum þjóðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.