Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 128
126
BJÖRN SIGFÚSSON
ANDVARI
einar, sem 2,6 til 3 iþúsunda stúdenta-%
fjöldi í Id. f. sækist strax eftir.
Hvað liggur Rcykjavík hins vegar mik-
ið á? Tímasetning á því, hvenær stór-
borgareðlið, sem er í fáeinum þáttum
byrjað hérlendis, setji alfarið þann svip-
inn á hana, þyrfti að haldast á rciki í
gizkun manna einhver ár enn eftir ný-
liðna þjóðhátíð. Væri ekki bærinn flug-
miðstöð og dáindis höfuðborg með tíðar
skipakomur, mundu þessar 114 þúsund
hræður milli Straumsvíkur og Kollafjarð-
ar ekki á næstunni gera Stór-Reykjavík
að stórborg, fremur en unnt er að gera
stelputáning að frú í snatri. En þctta kem-
ur senn.
Vöntun Þrándheims á það, að hann sé
eiginleg stórborg, kann að skýrast, cf sagt
er sem svo, að Björgvin (214 þús.) og
Osló séu einu bæir þess hátternis í
Noregi. Grípum á tölum úr hagskýrslum,
nokkurra ára gömlum. Björgvin annast
10% af innflutningi og 10% af útflutn-
ingi Noregs í meðalári. Hún hefur næst-
stærstan verzlunarflota, sem norsk borg
á, en Þrándheimur minna en 1% norska
flotans, er þar í 15. sæti raðar og annast
aðeins 3.3% eða þrítugasta hluta útflutn-
ings, en er mikil neyzluborg sjálfur, svo
hann tekur þó við 4.5% af innflutningn-
um. Ef nrinnzt er björgvinskra tckna af
millilandasiglingum, verður mismunur á
verkunum borga þcssara á gjaldeyrisjöfn-
uð Noregs enn stórfelldari. Það af sænskri
framleiðslu, sem liraðað er til Atlantshafs
og heimsmarkaðar gegnum Þrándheim
(eftir Jamtajárnbrautinni), má enn heita
pínulítið. Það mundi geta margfaldazt
(sbr. Narvíkurútskipun o. fl.). Svíar tækju
þá að leggja tækni sína og hluthafaaðild
í þrænzk fyrirtæki, til missis fyrir Sunds-
vall og Idárnösand, en fremur Jömtum
til iðjueflingar. Til marks um part af
þeirri upplandsstækkun, sem Þrándheimi
gæti hlotnazt, reiknast mér Jamtar (norð-
an Herjadals) jafnmargir og Islendingar
eru að Reykjavík og Reykjaneskjördæmi
fráskildum. Gróðurmagn Jamtalands er
ólíkt meira en íslands, en fyrir hafnleysi
og atvinnubrest hafa tugþúsundir flúið
úr því léni næstliðinn mannsaldur. I mót-
sögn við það, að enn er Þrándheimur að-
cins fylkismiðstöð norðan við hcimsum-
ferðina, sýnist borgin hneigjast fast að
verzlun einberri og þjónustu, og ber lítið
á iðnaði í svipmynd yfir hana að sjá. Þar
fengust 1960 aðeins 4% launþega við
járn- og málmiðnað, 22% við annan, mest
léttari iðnað og matvæli, en að verzlun
störfuðu bæði 20% launþeganna og eigi
minna en 35% hinna, sem atvinnu ráku.
Mikil var einnig þjónusta við ferðafólk
og alla skóla, sem cru þar saman komn-
ir, og mun hvort tveggja óðum vaxa.
Sennilegt er, að hugur innfluttra og
innfæddra kjósi sína áráttuna hvor í Nið-
arósi fremur en eina saman. Islendingi til
furðu er árekstur um það, að hinir fyrr-
nefndu segja og rita Trondheim, sem nú
er löggilt, en hinir vilja ekki heyra nema
dönsku nafnmyndina Trondhjem, því
annars finnst þeirn allur notaleiki þess að
eiga þarna ,,-hjem“ sitt galdraður burt
úr nafninu og týndur úr siðvenju, sem
kann að vera nærri cins gömul og lútcrsk-
an. Þetta dæmi af handahófi nægir til að
skýra miklu víðtækari grun minn, að
,,-hjem“-mönnum þætti nrargt úr skorð-
um fara, ef „þrjár þjóðir" steyptust yfir
Þrándhcim og ráðríkust þeirra væri „s0r-
ingen", þ. e. Norðmaðurinn sunnan úr
Noregi.
„Gleymdu-mér-ei. . grær eins hér á
grundu kaldri norðurljósa.“ Eins og norð-
urljósabeltið er sameign og sérréttur norð-
urhelftar minnar, braga norðurljós sög-
unnar áfergari yfir Niðarósi en nokkrum
öðrum hafnarstað „gullaldar" beggja