Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 153
ANDVARI
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
151
un í þessum atvinnugreinum, er árangur
tækniframfaranna.
1 landbúnaði liefir orðiS mi'kil tækni-
bylting á þessu tímabili. Er hún fólgin í
stóraukinni vélvæSingu. An slíkrar vél-
væSingar hcfSi landbúnaSurinn orSiS
ósamkeppnisfær um vinnuafl, þ. e. hefSi
ckki orðiS breyting á framleiðsluháttum,
hefði landbúnaðarframleiðslan hlotið að
dragast saman. Nær öll heyöflun fer nú
fram á ræktuðu landi, en útheysskapur
hcfir nær því lagzt niður. Árið 1973 nam
töðufengur þannig 3.565 þús. rúmm., en
útheysfcngur aðeins 15 iþús. rúmm. Jafn-
hliða hinni auknu ræktun lögðu bændur
á þessu tímabili í miklar framkvæmdir við
byggingu peningshúsa, hlöðubvgginga,
votheysturna og gryfja, svo og áburðar-
geymslna.
Af þessum taakniframförum leiddi, að
þrátt fyrir áframhaldandi fækkun þeirra,
er að landbúnaðarstörfum vinna (1971
störfuðu aðeins 11% vinnandi fólks að
landbúnaði, en 1940 höfðu 30,5% þjóðar-
innar framfæri sitt af landbúnaði og 1950
19,9%), þá fjölgaði búpeningi verulega
á þessu tímabili, nautgripum úr 37,3
þús. 1945 í 67,3 þús. 1973, en sauðfé
fjölgaði á sama tíma úr 532 þús. í 846
þús. Sauðfé fór annars fækkandi fyrstu
árin cftir styrjöldina vegna niðurskurðar
til útrýmingar mæðiveikinni, og komst
tala þess niður í 402 þús. 1949, þannig
að sauSfjártalan hefir meira cn tvöfald-
azt á þeim aldarfjórðungi, scm síðan er
liðinn.
Engin einstök atvinnugrein hefir þó
sennilega tekið eins miklum stakkaskipt-
um á þcssu tímabili og iSnaðurinn. Um
fiskiðnaSinn og þróun hans hcfir verið
rætt í sambandi við sjávarútveginn, cnda
er slíkur iSnaður honum nátengdur. En
eins og aS framan getur, hafði á kreppu-
árunum fyrir stríðið vaxið upp allfjöl-
þættur iSnaður í skjóli innflutningshaft-
anna. Þegar sú stefna var tekin upp
með gengislækkunarlögunum frá 1950,
að draga úr innflutningshöftunum, hlaut
það aS skapa vandamál i þeim iðngrein-
um, er framleiddu fyrir innlendan mark-
að, og enn meiri varð sá vandi, er inn-
flutningshöftunum var aflétt að mestu
cftir 1960. Reynt var að bæta úr þessu
sumpart með hárri tolh'ernd, en sumpart
með hagræðingu. MeS inngöngu Islands
í Efta árið 1970 hefir hins vegar sú stefna
vcriS mörkuð, aS ekki skuli starfræktar
hér aðrar iðngreinar cn þær, sem sam-
kcppnisfærar séu í frjálsri utanríkisverzl-
un. AS vísu er í Eftasamningnum
gert ráð fyrir allt að 10 ára aðlögunar-
tímabili, en að því loknu verði sam-
kcppnishæfnin að skera úr um tilveru-
rétt einstakra iðngreina.
Merkasta nýjungin á sviði iðnfram-
leiðslu á þessu tímabili er þó sá vísir, scm
myndazt hefir til orkufreks stóriSnaðar.
ísland er sem kunnugt er snautt aS málm-
um, þannig aS stóriðnaður, er byggist á
máimvinnslu, hefír ekki vaxtarskilyrði
hér á landi. Hins vegar ræður Island yfir
miklum orkulindum, þar sem eru fall-
vötnin og heita vatnið. Sú hugmynd er
þó engan veginn ný, að unnið sé að því
að koma hér á fót stóriðnaði, þar sem
orkan cr verulegur hluti framleiðslu-
kostnaðarins, en um framkvæmdir í því
efni hefir ckki veriS að ræða fyrr en eftir
1950. Náin tengsl hafa verið milli þró-
unar stóriðju og raforkuframkvæmda, þar
sem nýting raforku er undirstaSa stór-
iðju hér á landi.
Fyrsta framkvæmdin á sviði stóriðju
var ÁburðarverksmiSjan í Gufunesi, er
tók til starfa 1954. En árið áður hafði
veriS tekinn í notkun annar áfangi Sogs-
virkjunar, Irafossvirkjunin, scm meira
en tvöfaldaði afkastagetu rafstöSva hér