Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 154
152
ÓLAFUR BJÖRNSSON
ANDVARl
á landi. Byggist rekstur áburðarverksmiðj-
unnar á afgangsorku frá þessari virkjun.
Árið 1958 tók til starfa Semcntsverksmiðj-
an á Akranesi, sem notar sem aðalhráefni
skeljasand, sem dælt er upp úr Faxaflóa.
Báðar Iþessar verksmiðjur voru reistar fyr-
ir forgöngu ríkisins og hafa að verulegu
leyti fullnægt eftirspurn heimamarkaðar-
ins fyrir tilbúinn áburð og sement.
'Stærsta skrefið í iþessum efnum hefir
þó verið tekið með því að koma á fót Ál-
verksmiðjunni í Straumsvík, sem byggð
hefir verið fyrir erlent einkafjármagn og
byrjaði starfsemi sína haustið 1969. Tók
verksmiðjan til starfa jafnhliða hinu
miklu raforkuveri við Búrfell, en þar cr
um að ræða langmestu framkvæmd í raf-
orkumálum hér á landi til þessa. Orkan
frá Búrfellsviíkjuninni er undirstaða
álversins, sem að öðru leyti er útflutnings-
framleiðsla, en hráefni eru innflutt. Á1
er nú orðið mikilvægur liður í útflutn-
ingi íslendinga, Iþannig námu álafurðir
17% af heildarvcrðmæti útflutningsins
árið 1973.
Þá tók og til starfa á árinu 1968 kísil-
gúrvcrksmiðja við Mývatn, en hráefni
hennar eru kísilþörungar úr botni Mý-
vatns. Fyrirtækinu hefir einnig verið
komið á fót með aðstoð erlends fjármagns.
Árið 1973 nam útflutningsverðmæti kís-
ilgúrs 249 millj. kr. eða um 1% af heild-
arverðmæti útflutnings.
Þrátt fyrir þær miklu framfarir og nýj-
ungar, sem átt hafa sér stað frá stríðslok-
um í iðnaðinum, hefir hlutfallstala þeirra,
sem hafa framfæri sitt af iðnaði, ekki
vaxið að ráði á iþeim tíma. Árið 1971
höfðu þannig 17.8% vinnandi fólks fram-
færi sitt af iðnaði, öðrum cn fiskiðnaði og
byggingastarfsemi, en 1950 var samsvar-
andi tala 17%.
Á sviði samgöngumála hafa orðið
mjög miklar framfarir frá lokum scinni
heimsstyrjaldar. Vegakerfið hefir verið
stórlega bætt og aukið. Vísir hcfir mynd-
azt til vegalagningar með varanlegu
slitlagi (Keflavíkunægur, Hellishciðarveg-
ur). Einhver merkasta framkvæmd í vega-
málum tímabilsins er lagning vegar yfir
Sbeiðarársand, er lokið var á þcssu ári
(1974) og þar með opnaður hringvegur
kringum landið.
Mikil aukning hefir orðið á kaupskipa-
stól landsmanna á tímabilinu. I árslok
1973 nam hann 56 þús. lestum, en að-
eins 10 þús. lestum í árslok 1945. Eru
landsmenn nú að mestu sjálfum sér nóg-
ir með aðflutninga til landsins aðra en
olíuflutninga.
Stórstígustu framfarirnar í samgöngu-
málum hafa þó á þessu tímabili orðið á
sviði flugsamgangna. Eins og að framan
getur, voru á stríðsárunum byggðir hér
tveir stórir flugvellir á vegum hins er-
lenda setuliðs, er hér dvaldi þá. Árið
1938 var Flugfélag Islands stofnað (en
annað félag með sama nafni hafði starf-
að nokkur ár kringum 1930), og 1944
var stofnað flugfélagið Loftleiðir. Bæði
flugfélögin hófu millilandaflug skömmu
eftir styrjöldina auk flugferða á innan-
landsleiðum. Árið 1957 kcypti Flugfélag
Islands fyrstu skrúfuþoturnar (Viscount),
og 1967 fékk það fyrstu þotu sína (Boeing
727). Flugfélögin hafa nú um nokkurra
ára skeið haldið upp daglegu þotuflugi til
Norður-iAmeríku (Loftleiðir) og megin-
lands Evrópu og Stóra-Bretlands. Flugfé-
lag íslands hefir um alllangt skeið eitt
haft áætlunarflug innanlands, en auk
þess taka nokkur smærri flugfélög þátt
í innanlandsflugi. Nú hefir rekstur Flug-
félagsins og Loftleiða verið sameinaður
undir nafninu Flugleiðir h. f. Nær allir
farþcgaflutningar til og frá landinu fara