Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 155
ANDVARI
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
153
nú fram fluglciðis, og verulegur hluti far-
þegaflutnings innanlands, enda hafa víða
verið byggðir flugvellir, er smærri flug-
vélar geta lent á. Þáttur flugsins í vöru-
flutningum, bæði til útlanda og innan-
lands, er cinnig mjög vaxandi.
Stntt yfirlit um efnahagsþróun síöustu 100 ára.
Mikil bylting hcfir orðið i atvinnuhátt-
um og efnahagsmálum Islcndinga á þeirri
öld, sem hér hefir verið tekin til mcð-
ferðar. 1874 voru hér raunar enn mið-
aldir í efnahags- og atvinnulegu tilliti,
þótt hægar framfarir hefðu átt sér stað
það sem þá var af 19. öldinni. Lítil breyt-
ing varð þar á til aldamóta, en þá má
segja, að „flugtak" íslenzkrar cfnahags-
þróunar hefjist, með upphafi togaraút-
gerðar hér á landi á grundvelli þess er-
lenda fjármagns, sem kom inn í landið
með stofnun Islandsbanka. Tímabilið frá
aldamótum til upphafs fyrri heimsstyrj-
aldar var mikið framfaraskeið a. m. k. á
þeirra tíma mælikvarða. Fvrri heimsstyrj-
öldin var Islcndingum yfirleitt óhagstæð í
efnahagslegu tilliti, og dró þá úr framför-
um. A tímabilinu milli heimsstyrjaldanna
skiptust á skin og skúrir, hvað efnahags-
afkomuna snerti, þó voru kreppuárin
1930-39 stöðnunartímabil hér á landi
sem víðar. Umtalsverðar framfarir urðu
þó á þessu tímabili, ef það er tekið scm
heild, þótt hægari væru en síðar varð.
Á síðari heimsstyrjaldarárunum voru
utanríkisviðskipti Islendingum mjög hag-
stæð, og þótt framlciðslutæki landsmanna
gengju þá úr sér, söfnuðust gjaldeyris-
sjóðir, sem urðu undirstaða þeirra miklu
framfara, sem síðan hafa átt sér stað. Síð-
ustu 30 árin, eða síðan síðari heimsstyrj-
öldinni lauk, hafa verið óslitið framfara-
skeið, þótt sveiflur þær, sem útflutnings-
framleiðslan er háð, valdi því, að stundum
hefir dregið úr framförunum í bili. Is-
land er nú tvímælalaust í hópi hinna há-
þróuðu iðnríkja hcims, þar sem allur
þorri þjóðarinnar býr við hátt neyzlustig.
Allur samanburður þjóða á milli að því
er sncrtir lífskjör og efnahagsafkomu er
hæpinn, og hefir því ekki verið farið út
í hann hér. En svo langt sem slíkur sam-
anburður nær, hafa Islendingar a. m. k.
síðasta áratug að jafnaði verið í hópi
þeirra 10 þjóða heims, er bcztra lífskjara
njóta, og í góðærum jafnvel náð 2.-4.
sæti.