Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 51
ANDVARI
49
MATTHÍAS JOCHUMSSON OG LOFSÖNGUR HANS
Árið fyrir þjóðhátíðina, haustið 1873, sigldi Matthías til Brctlands með
léttan sjóð og ískyggilegar framtíðarhorfur, hálfsturlaður af sálarstríði undan-
farinna tírna, - en ferðalagið varð honum happadrjúgt. Þessum sterka manni
veittist nýtt þrek í nýju umhverfi. Hann losnaði frá embætti sínu, og nú varð
Esjan ekki lengur eins og byrði á herðum hans. Hann hlaut huggun og gleði
af umgengni við landa sína, og erlenda vini eignaðist hann, sem veittu honum
mikilsverða efnalega hjálp og styrktu hann með trúarskoðunum, sem voru
honum að skapi. Hann kom heirn aftur á þjóðhátíðarárinu laus við „peysuna og
pokann“, sem hann svo nefndi, eigandi og ritstjóri Þjóðólfs, elzta blaðs á
Islandi.
Til vitnisburðar urn dvöl Matthíasar í Bretlandi að þessu sinni eru meðal
annars kvæði, sem hann orti þar 1873-74, fyrst og fremst lofsöngurinn vegna
þúsund ára hátíðarinnar. Fyrsta erindi hans orti Matthías í húsi Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar í Edinborg haustið 1873, en tvö síðari erindin í Lundúnum
síðar sama vetur, svo hefur hann sjálfur sagt. Líklega hefur það verið sjaldgæft,
að Matthías væri svo lengi að kuma saman ekki lengra kvæði, slík hamhleypa
sem hann var, en hins vegar breytti hann kvæðum sínum oftar og meir en
margir hafa ætlað. Af bréfum hans þennan vetur má ráða, að hann hafi haft
í hyggju að yrkja kvæðabálk eða kantötu, þó að ekki yrði úr því. En oft hefur
hann leitt hugann að þúsund ára hátíðinni. Það sýna meðal annars Íslandsvísur
hans alkunnar, er hann orti á gamlárskvöld 1873 i Lundúnum. Ennfremur ort!
hann Minni Ingólfs, Lýsti sól, einnig þennan vetur. Nýkominn heirn var svo
Matthíasi gert að yrkja minnin fyrir þjóðhátíðina, sex eða sjö að hann segir, og
gerði hann það að mestu á einurn degi. Annars sýnist af ljóðmælum hans, að
hyllingarkvæðin hafi varla verið færri en níu, og er þá ekki talinn þjóðhátíðar-
sálmurinn: Upp, þúsund ára þjóð. Það kostaði að vera höfuðskáld á þeim árum,
- en ljóst er, að Matthías var einna virkastur þátttakandi í þjóðhátíðarhaldinu
1874 ásamt Sigurði málara, þó að hlutur þeirra tveggja kæmi upp síðar en
margra annarra, sem að hátíðarhöldunum stóðu.
Hvernig var hann, skáldið og maðurinn, sem gaf okkur Islendingum þjóð-
sönginn, lofgerðina og bænina, sem okkur hljómar á hátíðarstundum?
Af myndum verður ráðið, að hann hafi verið nokkuð stórskorinn á andliti,
svipurinn sterkur, en mildur og fjörglampi í augum. Ein fyrsta bernskuminning
Árna heitins Pálssonar prófessors er frá því, er Matthías Jochumsson kom í
heimsókn til séra Páls, vinar síns í Gaulverjabæ. Lýsing Árna er skýr: „Faðir
minn liggur á legubekk, en frammi fyrir honum stendur mikill maður. Ég
4