Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 27
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
25
Erindi hans var að afhenda mér minnisblað með frásögn um Norður-
Atlantshafsbandalagið. Er ég hafði lesið frásögnina, sagði ég, að afstaða
Islendinga til máls þessa rnundi vera lcomin undir nánari vitneshju varð-
andi nokkur atriði, og dytti mér þá fyrst i hug, án þess að vilja segja nokkuð
um rnálið á þessu stigi, hvort ætlunin væri, að íslendingar hervæddust
sjálfir og skuldhyndu sig til þess, og einnig, hvort hér ætti að dvelja her á
friðartímum.“
Síðan var málið athugað nánar og þá sérstaklega af hálfu þriggja
ráðherra, þeirra Bjarna Benediktssonar, Emils Jónssonar og Eysteins Jóns-
sonar. Þeir tóku sér far til Bandaríkjanna til þess að ráðgast við helztu ráða-
menn þessa mesta veldis hins fyrirhugaða Atlantshafshandalags. Því var að
lokum lýst yfir af hálfu Bandaríkjanna:
L Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar
aðstöðu á íslandi og var í síðasta stríði, og að það mundi algerlega
vera á valdi Islands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Is-
lands.
3. Að viðurkennt væri, að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að
stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi
á friðartímum."
Það hafði því miður kornið undra fljótt í Ijós, að Sameinuðu Jrjóð-
irnar urðu ekki það friðargæzlubandalag, sem menn höfðu vænzt. Ein
orsök veikleika þess var neitunarvaldið, sem stórveldum og tilteknum
aðilurn öðrum var kitið í té í öryggisráðinu. Þegar konr franr á árið 1949,
höfðu Sovétríkin notað neitunarvaldið allt að fjörutíu sinnum i mismun-
andi tilvikum. En hins vegar höfðu þau á sama tíma notað aðstöðu sína
í Austur-Evrópu, þar sem herir Sovétríkjanna voru undir vopnunr, til þess
að leggja undir áhrifasvið sitt eða beinlínis innlima hvert ríkið á fætur
öðru. Er ekki ástæða til að rekja þá sögu hér, enda er hún alkunn. En
mér þykir þó rétt að tilgreina eftirfarandi kafla úr ræðu utanríkisráðherr-
ans, Bjarna Benediktssonar, við undirskrift Atlantshafssáttmálans 4. apríl
1949:
,,Þjóðir Jrær, sem nú eru að ganga í þetta nýja hræðralag, eru að