Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 45
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
43
á skipi sínu. Það var ekki heiglum hent á þeirri tíð að koma upp svo
stórum barnahópi og a£ þvílíkri rausn sem þau hjónin gerðu.
Það er víst, að barnalán þeirra hjónanna í Ananaustum var mikið,
en eigi er þó svo að skilja, að skörð hafi ekki verið höggvin í hópinn. Með
stuttu bili misstu þau sex harna sinna, og Ægir reyndist þeim Onnu og
Birni þungur í skauti. Urðu þau að sjá á eftir þremur sona sinna í greipar
honurn, tveimur þeirra í stríðslokin, þegar togarinn Max Pemberton fórst
árið 1944. Hér verða ekki ættir raktar, en Björn í Ánanaustum var Vesturbæ-
ingur þess tíma, er hafið heillaði unga og framtakssama Reykvíkinga til fang-
bragða við sig. Brimhljóðið umvafði hið daglega líf fólksins, og grængresið
óx við marga bæina í Vesturbænum. - Móðurætt Sigríðar mun öll hafa
verið úr Árnessýslu, en sjálf var Anna frá Neðradal í Biskupstungum.
Það er tæpast að efa, að margt hafi verið skrafað í Reykjavík á sínum
tíma, er fréttist, að þau Bjarni Benediktsson horgarstjóri og Sigríður
Björnsdóttir frá Ánanaustum ætluðu að fest ráð sitt. Aldursmunur þeirra
í milli var tíu ár. Var öllum, sem til þekktu, ljóst, að mikil ábyrgð og
þungi myndi leggjast á herðar hinnar ungu eiginkonu, því að Bjarni var
þá þegar orðinn áhrifamikill stjórnmálamaður. En Sigríður naut sín við
hlið Bjarna, og Bjarni naut sín við hlið Sigríðar. Þetta gerði gæfumuninn
og innsiglaði hjónahand þeirra gæfuríku ástríki, svo að fátítt mun vera.
Sigríður taldi aldrei eftir sér að taka á sínar herðar hluta þeirrar byrðar,
sem stjórnmálin lögðu manni hennar á herðar. Sjálf tók hún virkan þátt
í starfi Sjálfstæðisflokksins á fjölmörgum sviðum og lét sinn hlut hvergi
eftir liggja.
Þau hjónin áttu fjögur hörn. Er Björn, sonurinn, elztur þeirra barna,
lögfræðingur að mennt og kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara. Syst-
urnar eru þrjár, þær Guðrún, er vinnur bankastörf, gift Hrafni Þórissyni
skrifstofumanni, Valgerður, er nernur viðskiptafræði við Háskóla Islands,
gift Vilmundi Gylfasyni sagnfræðingi, og Anna menntaskólanemi, gift
Þorvaldi Gylfasyni, er nám stundar í hagfræði erlendis. Sigríður var börnum
sínum góð móðir og skilningsríkur vinur þeirra i hvívetna.
Hin margvíslegu húsmóðurstörf, er Sigríður Björnsdóttir varð að inna
af höndum, vann hún öll með sæmd, bæði til handa sjálfri sér, manni
sínum og íslenzku þjóðinni, en þau hjónin þurftu að sjálfsögðu oft að
koma fram saman fyrir hönd þjóðar sinnar.