Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 21
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
19
halda uppi sjálfstæðu ríki í jafn erfiðu landi sem Islandi. Menn eru tregir
að trúa kraftaverkum nú á dögurn og hafa því löngum látið sér fátt um
finnast tilraunir okkar til að öðlast fullt frelsi."
Bjarni víkur í þessari ræðu að hervarnarsamningnum, sem gerður
var 1941 við Bandaríkin. Þar segir hann m. a.:
,,En hervarnarsamningurinn hafði einnig mikil áhrif að öðru leyti og
braut í bága við sambandslögin enn frekar en áður var á drepið. Með
honurn varð gerhreyting á utanríkisstefnu Islands. Þannig höfðu Islend-
ingar stranglega fylgt því fyrirmæli 19. gr. sambandslaganna, að Island
lýsti ævarandi hlutleysi sínu. Af þessari stefnu leiddi algert athafnaleysi
í utanríkismálum öðrum en þeim, sem varða verzlun og viðskipti. Reglan
var sú ein að híða og sjá, hvað setti.
Með hervarnarsamningnum var í fyrsta skipti og á eftirminnilegan
hátt horfið frá þessari reglu. Hlutleysisyfirlýsingin í 19. gr. sambands-
laganna var brotin. Ef til vill ekki þegar í stað, en að því stefnt, þar sem
allir bjuggust við, að Bandaríkin nrundu áður en lyki lenda í ófriðnum,
svo sem brátt varð.“
Bjarni lýkur þessari eftirminnilegu ræðu með þessum orðum:
,,í dag eru sigurlíkurnar í stríðinu breyttar, og það er víst, að Danir
ráðstafa okkur aldrei gegn okkar vilja, ef þeir eru frjálsir. En stríðsgæfan
er völt. Og vert er að hafa það í huga, að ófrjáls maður er ekki ein-
ungis háður eigin veikleika, heldur og veikleika þess, sem með mál hans fer.
Vera kann og, að réttur okkar verði að engu hafður, hvað sem við
gerum. En víst er það, að sá, sem ekki viðurkennir sinn eigin rétt, fær
ekki heldur viðurkenningu annarra.
Aðferðin til þess, að upp lokið verði, er að knýja á. Stígum þess vegna
á stokk og strengjum þess heit, að við skulum gera allt, sem í okkar valdi
stendur, til þess, að þá er sólin rennur upp hinn 18. júní 1944 skuli
ísland vera lýðveldi. Ekki konunglegt lýðveldi, heldur aðeins eigið lýð-
veldi íslenzku þjóðarinnar.“
Bjarni Benediktsson tók fyrst við ráðherradómi í ráðuneyti Stefáns
Jóhanns Stefánssonar, sem skipað var 4. febrúar 1947. Bjarni varð utan-
ríkis- og dómsmálaráðherra, en Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra, báðir
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en þrír flokkar stóðu að þessari ríkisstjórn, þar