Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 21

Andvari - 01.01.1974, Side 21
ANDVARI BJARNI BENEDIKTSSON 19 halda uppi sjálfstæðu ríki í jafn erfiðu landi sem Islandi. Menn eru tregir að trúa kraftaverkum nú á dögurn og hafa því löngum látið sér fátt um finnast tilraunir okkar til að öðlast fullt frelsi." Bjarni víkur í þessari ræðu að hervarnarsamningnum, sem gerður var 1941 við Bandaríkin. Þar segir hann m. a.: ,,En hervarnarsamningurinn hafði einnig mikil áhrif að öðru leyti og braut í bága við sambandslögin enn frekar en áður var á drepið. Með honurn varð gerhreyting á utanríkisstefnu Islands. Þannig höfðu Islend- ingar stranglega fylgt því fyrirmæli 19. gr. sambandslaganna, að Island lýsti ævarandi hlutleysi sínu. Af þessari stefnu leiddi algert athafnaleysi í utanríkismálum öðrum en þeim, sem varða verzlun og viðskipti. Reglan var sú ein að híða og sjá, hvað setti. Með hervarnarsamningnum var í fyrsta skipti og á eftirminnilegan hátt horfið frá þessari reglu. Hlutleysisyfirlýsingin í 19. gr. sambands- laganna var brotin. Ef til vill ekki þegar í stað, en að því stefnt, þar sem allir bjuggust við, að Bandaríkin nrundu áður en lyki lenda í ófriðnum, svo sem brátt varð.“ Bjarni lýkur þessari eftirminnilegu ræðu með þessum orðum: ,,í dag eru sigurlíkurnar í stríðinu breyttar, og það er víst, að Danir ráðstafa okkur aldrei gegn okkar vilja, ef þeir eru frjálsir. En stríðsgæfan er völt. Og vert er að hafa það í huga, að ófrjáls maður er ekki ein- ungis háður eigin veikleika, heldur og veikleika þess, sem með mál hans fer. Vera kann og, að réttur okkar verði að engu hafður, hvað sem við gerum. En víst er það, að sá, sem ekki viðurkennir sinn eigin rétt, fær ekki heldur viðurkenningu annarra. Aðferðin til þess, að upp lokið verði, er að knýja á. Stígum þess vegna á stokk og strengjum þess heit, að við skulum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess, að þá er sólin rennur upp hinn 18. júní 1944 skuli ísland vera lýðveldi. Ekki konunglegt lýðveldi, heldur aðeins eigið lýð- veldi íslenzku þjóðarinnar.“ Bjarni Benediktsson tók fyrst við ráðherradómi í ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem skipað var 4. febrúar 1947. Bjarni varð utan- ríkis- og dómsmálaráðherra, en Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra, báðir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en þrír flokkar stóðu að þessari ríkisstjórn, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.