Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 44
42
JÓIIANN IIAFSTEIN
ANDVARI
hefur verið stuðlað af opinberri hálfu með öflun lánsfjármagns, rann-
sóknum og leiðbeiningum og hvers konar fyrirgreiðslu."
Viðurkennt var á Alþingi, þegar ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar tók við
völdum af Viðreisnarstjórninni, að hún hefði haft tækifæri til að kynna
sér alla aðstöðu í þjóðfélaginu. Mat hennar þá var það, að aðstæður væru
svo góðar, að óhætt myndi að lofa a. m. k. 20% kjarabótum auk annarra
fríðinda á næstu tveimur árum. Þessi játning hinnar viðtakandi ríkisstjórnar
er mikils virði og óvefengjanleg viðurkenning á því, að staða þjóðarbúsins
var góð, er hún komst til valda á sínum tíma.
Auðvitað er ekki vettvangur hér til þess að rekja nánar þessi mál, en
allt liggur það ljóst fyrir á þeim stöðum, sem vera ber, og má draga fram
í dagsljósið, þegar þörf krefur. En heildarniðurstaðan er þessi: Islenzka
þjóðin varð fyrir geysilegum áföllum um hríð, og miklum örðugleikum var
hundið að hrjótast úr þeim ógöngum. Þeirri skyldu var ekki brugðizt að
segja þjóðinni sannleikann í hvívetna og gera nauðsynlegar ráðstafanir til
úrbóta, þótt þær væru ekki vinsælar í bili. Þær hrifu hins vegar skjótar
en margan hafði grunað, og útlitið var vænlegt við stjórnarskiptin á ár-
inu 1971.
Ég vil ekki ljúka þessu yfirliti um æviferil Bjarna Benediktssonar án
þess að geta sérstaklega eiginkonu hans, frú Sigríðar Björnsdóttur. Þar er
þó á það að líta, að eigi verður sundur skilin saga þeirra Sigríðar og Bjarna,
svo ástrík og samtvinnuð var samhúð þeirra hjóna. Eg kynntist Sigríði sem
ungri stúlku, en síðar áttu leiðir eftir að liggja saman, þar sem náin vin-
átta varð milli okkar hjónanna og þeirra Sigríðar og Bjarna. Síðustu árin
mörg vorum við sambýlingar á þann hátt, að við Bjarni reistum okkur hvor
sitt hús í Háuhlíð í Reykjavík og hjuggum þar hlið við hlið frá árinu 1955.
Sigríður var fædd „vestast í Vesturbænum“ 1. nóvember 1919. For-
eldrar hennar, hjónin Anna Pálsdóttir og Björn skipstjóri Jónsson, höfðu
hýst sér bæ að Ananaustum, þar sem margt varð um manninn og barna-
hópurinn stór. Þau Anna og Björn eignuðust alls þrettán börn, er öll náðu
fullorðinsaldri. Slíkt var þá fátítt hjá svo harnmörgu fólki, þegar ekki þekkt-
ust nútímalyf og tækni í læknisfræði til að koma í veg fyrir barnadauða
af völdum farsótta og annarra sjúkdóma. Björn í Ananaustum var með
fengsælustu skipstjórum við Faxaflóa og hinn mesti öðlingsmaður og höfð-
ingi í lund, og er það sögn manna, að hann hafi ávallt verið með einvalalið