Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 142
140
ÓLAFUR BJÖRNSSON
ANDVARI
stakra atvinnugreina á iþessu tímabili.
Sá atvinnuvegurinn, sem fyrir þyngst-
um búsifjum varð af völdum heimskrepp-
unnar, var sjávarútvegurinn. Eins og áð-
ur er getið, urðu Islendingar að láta
helming togaraflota síns, eða 10 af 20
skipurn, af hendi við Bandamcnn árið
1917. Var þá hafizt handa um endur-
nýjun hans og aukningu þegar eftir það
að heimsstyrjöldinni lauk, þannig að þeg-
ar árið 1920 voru togararnir orðnir 28 og
47 árið 1925, og náði tala þeirra þá há-
marki á þessu tímabili. Aðalframleiðslu-
varan var, eins og verið hafði síðan um
aldamót, saltfiskur, sem seldur var til
SuðurJEvrópu, cinkum Spánar. Á þriðja
áratugnum voru 10-15% þorskaflans
flutt út scm ísvarinn fiskur, nær cingöngu
til Bretlands.
Eftir að heimskreppan skall á, dró rnjög
úr saltfisksútflutningi til Suður-Evrópu-
landa vegna takmarkana á innflutningi,
sem gripið var til í þessum löndum. Llrn
þverbak keyrði hins vegar, hvað saltfisk-
markaðinn snerti, þegar borgarastyrjöldin
brauzt út á Spáni, en þá lokaðist með
öllu sá markaður, sem liafði verið að-
almarkaðurinn fyrir íslenzkan saltfisk. A
árabilinu 1930-35 lækkaði verðmæti út-
flutts saltfisks úr 36,2 millj. kr. í 20,8
millj., og 1938 var það komið niður í
17,2 millj. kr. eða aðeins 48% verðmæt-
isins áður en kreppan hófst. Þessu olli
bæði verðfall og innflutningstakmarkan-
ir í markaðslöndunum, en hér við bættist,
að aflabrögð fóru mjög rýrnandi livað
þorskveiðar snerti eftir miðjan fjórða ára-
tuginn. Nokkuð dró líka úr sjósókn
vcgna slæmrar afkomu útvegsins.
Þeirri miklu minnkun útflutnings-
tekna, scm leiddi af hinum stórfcllda
samdrætti saltfisksútflutningsins, var
reynt að mæta mcð eflingu annarra verk-
unaraðferða og annarra veiða en þorsk-
veiða. Lögð var nú mciri áherzla en áð-
ur á útflutning frystra fiskafurða, eink-
um ísfisks, en vísir myndaðist einnig til
hraðfrystiiðnaðar síðustu árin fyrir seinni
heimsstyrjöldina, þótt í smáum stíl væri,
þannig að útflutningur hraðfrystra af-
urða nam aðeins 2,8% hcildarverðmætis
útflutnings 1938.
Mest áherzla var þó lögð á það á ár-
unum fyrir stríðið að cfla síldveiðar og
síldariðnað. Hafði ríkið forgöngu um
byggingu þriggja stærri síldarvcrksmiðja
á árunum 1930-1940, tveggja á Siglu-
firði og einnar á Raufarhöfn, en nokkr-
ar smærri verksmiðjur voru annaðhvort
byggðar eða keyptar af útlcndingum á
vegum einkaaðila og bæjarfélaga. Hlut-
dcild síldarafurða í heildarvcrðmæti út-
fluttra sjávarafurða óx þannig úr u. þ. b.
10%, sem hún nam kringum 1930, í
u. þ. b. þriðjung síðustu árin fyrir stríð,
þótt sveiflur yrðu á þessunr hlutfölliun
frá ári til árs vegna misjafnra aflabragða.
I hcild var fjárhagsafkoma útvegsins þó
mjög bágborin á kreppuárunum, þannig
að flestar greinar fiskveiðanna voru rckn-
ar með tapi á þessum árurn. Leiddi það
bæði til minni sjósóknar og rýrnunar
fiskiskipastólsins, einkum togaraflotans.
Togarar voru sem áður getur orðnir 47
talsins árið 1925, en voru aðeins 37 árið
1939. Það vó þó á móti þessu, að mótor-
báturn fjölgaði vcgna aukinnar áherzlu á
síldveiðar.
Undir lok þessa tímabils var stjórn-
völdum Ijóst, að gagngcrðar ráðstafanir
til þcss að koma í veg fvrir áframhald-
andi taprekstur útvegsins og samdrátt i
fiskveiðum urðu ekki umflúnar. í apríl
1939 var því ákveðið að lækka gengi ís-
lenzku krónunnar um 18%, sem samsvar-
aði 22% verðhækkun crlends gjaldcyris.
Stcrlingspund hækkaði þannig úr kr.
22.15, sem það hafði kostað síðan 1925,