Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 149
ANDVARI
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
147
heimsstyrjaldarárunum fyrri. Öll styrjald-
arárin var þannig verðvísitala allra helztu
búvörutegunda hærri en hin almenna
verðlagsvísitala, og eftir að niðurgreiðsl
ur komu til sögunnar, báru bætidur raun-
verulega meira úr býturn en sem nam
hækkun búvöruverðs. Hins vegar dró
verulega úr jarðabótum og öðrurn verk-
legum framkvæmdum í þágu landbúnað-
arins á styrjáldarárunum, og olli því bæði
skortur á vinnuafli og erfiðleikar á út-
vegun tækja og efnisvöru. Búfé fækkaði
nokkuð á styrjaldarárunum, einkum þó
sauðfé, er fækkaði úr 628 þús. árið 1940
í 532 þús. 1945, og mun mæðiveikin
hafa valdið þar mestu um.
Fjárhagsafkoma iðnaðarins mun lcngst
af hafa verið allgóð á styrjaldarárunum,
þar sem aðflutningsörðugleikar drógu úr
samkeppni erlendis frá, en kaupgeta inn-
anlands hins vegar mi'kil vegna hins
góða atvinnuástands. Ymsar iðngreinar
áttu hins vegar í örðugleikum með útveg-
un hráefna og tækja.
1 samgöngumálum urðu miklar fram-
T ímabilið
Eins og þegar hefir verið rakið, söfn-
uðu íslendingar miklum innstæðum í er-
lendum gjaldeyri á stríðsárunum eða sem
nam rúmlega Vi milljarði íslenzkra kr.,
sem var mikið fé miðað við þáverandi
verðlag. Hins vegar höfðu framleiðslu-
tæki landsmanna gengið mjög úr sér á
styrjaldarárunum, einkum skipastóllinn.
Þörf var því mikils fjármagns til endur-
nýjunar framleiðslutækjanna. Ríkisstjórn,
er mynduð var haustið 1944 og síðan
kölluð „nýsköpunarstjórnin", taldi það
höfuðverkefni sitt að vinna að endurnýj-
un og aúkningu framleiðslutækjanna.
Var ákveðið, að 300 millj. kr. eða rúm-
ur helmingur hinna erlendu inn-
farir á styrjaldarárunum. Lögðu hin er-
lendu hernaðaryfirvöld í allmiklar vega-
framkvæmdir, einkum suðvestanlands,
þar sem aðalbækistöðvar hersins voru. Þá
voru á vegum hersins byggðir stórir flug-
vellir í Reykjavík og á Miðnesheiði, en
þessir flugvellir skópu svo grundvöll fyr-
ir hinni öru 'þróun flugsamgangna hér á
landi, er hófust að lokinni styrjöldinni.
Þó að verklegar framkvæmdir í þágu
íslenzkra atvinnuvega væru fremur litlar
á stríðsárunum af orsökum, sem þegar
hafa verið raktar, þá var þó ráðizt i
eina stórframkvæmd, sem telja má merk-
an áfanga í íslenzkri efnahagsþróun, en
það var fyrsti áfangi hitaveitu Reykja-
víkur, sem hafinn hafði verið undirbún-
ingur að skömmu fyrir stríðið, en fullgerð-
ur var veturinn 1943-44, þótt við mikla
örðugleika að því er snerti efnisútvegun
væri að etja. Hafði hitaveita verið lögð
í 2.100 hús, og var það u. þ. b. hehn-
ingur húsa í Reýkjavík á þeim tíma. Fyr-
ir lok styrjaldarinnar höfðu um 700 hús
til viðbótar verið tengd hitaveitunni.
stæðna skyldu bundnar í þessu skyni.
Megináherzla var lögð á endurnýjun
og nýbyggingu fiskiflotans, einkum tog-
aranna, og byggingu nýrra síldarverk-
smiðja, enda hafði síldveiði verið góð á
stríðsárunum og gefið góðan arð. Þótt all-
mikill árangur yrði af nýsköpunarstarf-
inu, var verðbólgan slæmur arfur frá
stríðsárunum. Þar sem verðlag og kaup-
gjald hafði hækkað allmiklu meira hér
á landi en í nágrannalöndunum, óx inn-
flutningur neyzluvöru mjög, þegar flutn-
ingaörðugleikar stríðsáranna voru úr sög-
unni, en af því leiddi aftur, að hinar er-
lendu innistæður gengu til þurrðar á til-
tölulega skömmum tíma. Það jók á vand-