Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 50
ANDRÉS BJÖRNSSON:
Matthías Jochumsson og
lofsöngur hans
Erindi flutt í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. ágúst 1974.
Hér í Dómkirkjunni í Reykjavík er þess nú minnzt, að þessa dagana eru
hundrað ár liðin frá því, er lofsöngur Mattliíasar Jochumssonar, sem síðan hefur
orðið þjóðsöngur íslendinga, ldjómaði fyrsta sinn í þessu guðshúsi á þúsund ára
afmælishátíð íslandsbyggðar. Á því herrans ári vaknaði lítil þjóð til nýs lífs,
nýrrar vitundar um sjálfa sig, þeirri vakningu fylgdu síðar margvíslegar fram-
farir, þegar árin liðu, en á undan fór andleg hreyfing og eldur hugsjóna, og var
skáld vort þar í hópi fremstu forgöngumanna.
Árið 1874 var Matthías Jochumsson maður í broddi lífsins. Hann var
þá tæpt fertugur að aldri. Lífsferill hans var ekki hálfnaður. Svo notuð séu
hans eigin orð, var hann upprunninn „úr örbirgðardjúpi þessa lands“, og hann
hætir við: „Þar niðri hefur jafnan geymzt þess andlegi auður.“
Góð forsjón hafði, þegar hér var komið, leitt Matthías drjúgan spöl upp
„hina ógurlegu leið andans til sigurhæða". Honurn hafði auðnazt að njóta að
nokkru gáfna sinna og mikilla hæfileika með fjölbreyttum, en á stundum
háskalegum störfum á sjó og landi, sem stæltu þrek hans og þor. Hann hafði
ungur hlotið óvenju víðtæka þekkingu á landi sínu og þjóð og víðari sjónhring
en gerðist um jafnaldra hans, en það var ekki fyrr en á lullorðinsárum, að hann
fékk einnig notið þeirrar skólamenntunar, sem hérlendis var í boði.
Sjö árum fyrir þjóðhátíð hafði Matthías vígzt prestur að Móum á Kjalar-
nesi, og á þeim árum urðu þáttaskil í lífi hans. Þessi ár höfðu orðið lionum
harður reynsluskóli. Hann hafði beðið þungar raunir og harma, þar sem hann
missti tvær ungar eiginkonur sínar eftir skamma sambúð. Þar við bættist, að
Matdrías hafði frá öndverðu verið ósáttur við ýmsar kennisetningar kirkjunnar,
sem hann varð að játast undir. Hann var að vísu alla ævi heittrúaður maður, en
hann kvaldist af þeirri togstreitu skyldu og sannfæringar, sem á hann var lögð
með embætti hans.