Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 62

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 62
60 GUNNAR THORODDSEN ANDVARI konungi. Slíkar sjálfstæðiskröfur byggjast á þeim siðferðisrétti sérstakrar þjóðar að ráða sjálf málum sínum. En liinn iaga- legi grundvöllur var Gamli sáttmáli, sem Islendingar gerðu við Hákon Noregs- konung 1262. Með Gamla sáttmála gengu Islcndingar Noregskonungi á hönd, hétu honum skatti og sóru honum hól'lustu- eiða. Konungur lofaði í móti að láta þá ná friði og íslenzkum lögum. íslendingar áskildu sér ýmis fríðindi og landsréttindi. Þeir hétu því að halda trúnað við konung og arfa hans, meðan hann og arfar hans héldu samninginn, en áskildu sér að vera lausir mála, ef sáttmálinn yrði rofinn að bcztu manna yfirsýn. Á grundvelli Gamla sáttmála var frels- isbaráttan háð. Svo vel hafði þcssi sátt- máli staðizt tímans tönn. Sá maður, er sáttmálann samdi, var Gissur Þorvaldsson jarl, sá stjórnmálamaður á Sturlungaöld, sem ófrægður hefur verið öldum saman meira en aðrir menn á Islandi. Sumir sagnaritarar seinni tíma hafa þó viljað láta Gissur njóta sannmælis um þaö, sem hann hcfði vel gert. Páll Eggert Ólason kcmst svo að orði um Gissur og sáttmál- ann: „Með Gamla sáttmála bjó hann með þeirri snilld um tengsl landsins og kon- ungs, að sáttmálinn var réttindaskjal landsins og aðalstoðin að sjálfstæðiskröf- um Islendinga á 19. og 20. öld."1). Um Gissur og Gamla sáttmála segir Sigurður Nordal: „Landsréttindi voru djarflega og skorinort mörkuð í Gamla sáttmála. Eng- inn vafi leikur á, að frumgerð hans, bréf- ið, sem ritað var til konungs á alþingi 1262, er samið af Gissuri jarli og hefur vcrið „nokkuð með öðrum útveg" cn Há- kon hefur helzt ætlazt til. Þessi „upp- gjafarsamningur landráðamannsins" varð síðan helzta vopn íslendinga í vörn og sókn sjálfstæðisbaráttu þeirra allt fram á vora daga. Þó að uppgjöfin væri hörmu- leg, hefði mátt ganga verr frá skilmálun- um, og óvíst er, að annar íslendingur hefði gert það betur eða eins vel og Gissur."1) Sá atburður varð á árinu 1848, að Frið- rekur konungur hinn sjöundi afsalaði sér einveldi og boðaði frelsi og sérstök rétt- indi til handa hvcrjum landshluta í hinu danska ríki. Þá var einnig gefið um það fyrirheit, að ekki skyldi ákveðið til fulls um réttarstöðu íslands, fyrr cn leitað hefði verið álits íslendinga á þingi í land- inu sjálfu. Á þessu ári birti Jón Sigurðsson „hu.g- vekju til íslendinga". Þessi ritgerð varð stefnuskrá landsréttindabaráttunnar um langan aldur. Hún var höfð að grund- velli undir nefndaráliti stjórnlaganefndar á þjóðfundinum 1851. Verða nú rakin nokkur undirstöðuatriði úr „hugvekjunni". Jón snyr: „En hver eru réttindi íslands, og hvernig er þeim varið?" Rekur hann réttindi landsins aft- ur til þjóðveldistímans og segir: „Það er öllum kunnugt. sem nokkuð vita um sögu landsins, að Islcndingar gengu í samhand við Noreg á seinasta stjórnarári Hákonar konungs Hákonarson- ar og fyrsta ári Magnúsar Jagabætis, son- ar hans. ísland gekk í samband við Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem hcyrði Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafði stjórnað sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi undirgcfið í neinu. Það samtengdist Noregi með þeim kjörum. sem íslending- ar urðu ásáttir um við Noregs konung, og þar á meðal þeim kosti, að öll stjórn 1) íslenzkar æviskrár, II. bindi, bls. 91. 1) íslenzk menning, bls. 352.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.