Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 54

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 54
52 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI að nokkru svarað, en lofsöngurinn varð ekki þjóðsöngur á einum degi, - tæpast vegna þess, að hann var fyrst sunginn í liöfuðkirkju landsins á hátíðarstund. Er hann kannski bezta ljóð Matthíasar? Eða varð hann þjóðsöngur, af því að skáldið varð þjóðskáld? Mörg eru kvæði Matthíasar stórfengleg, og þjóðsöngurinn hefur vissulega að geyma ýmis einkenni þess bezta, sem Matthíasi var léð í skáldskap. Óvíst er, að menn skynji þjóðsönginn nú á sama hátt og fyrir hundrað árum. Hann er óvenjulega rammbyggt ljóð frá hendi skáldsins. Öll þrjú erindin eru vandlega tengd með endurtekningum á þeim stöðum, sem skáldið vill leggja á megináherzlu. Ákveðin samsvörun er í niðurlagsorðum allra erindanna. Teflt er fram sterkum andstæðum, en í þeirri skáldskapar aðferð var Matthías mikill meistari. Tigin upphafning birtist í mynd herskara Drottins, safni tímanna, sem hnýtir skaparanum krans úr sjálfum sólkerfunum. fslands þúsund ár verða ör- smár depill, eilífðar smáblóm, og mennirnir blaktandi strá. Þúsund árin voru hrímköld, hrynjandi tár eins morguns með fyrirheit um bjartan dag. Öll þessi atriði eru einkennandi fyrir Mattliías, og dæmi þeirra finnast í fjölmörgum Ijóðum hans. ísland átti sín þúsund ár - einn dag fyrir augliti Drottins. Hér er ef til vill komið að kjarna þjóðsöngsins. Þessi þúsund ár voru reyndar aðeins einn dagur og ekki meir fyrir Matthíasi Jochumssyni sjálfum. Hann hafði raunar lifað íslands þúsund ár - öll - alla tíma frá fornöld og gegnum söguna. Allur íslenzkur skáldskapur og saga bjó í hrjósti hans. Enginn kunni Eddu sína betur en hann. - Enginn kvað að háttum og efni svo vel fornyrðislag, dróttkvæði, hrynjandi hátt, rímnastef, sálma og erfiljóð - og allur andi aldanna bjó honum í hug og hjarta. En hér er hálfsögð saga. Öll kvika þjóðlífsins í samtíð hans með andstæðum sínum og margbreytni lék í næmum taugum og á hjarta- strengjum þessa sterkbyggða karlmennis. Yfir hann náði ekkert lögmál. Þessi staðreynd villir mörgum sýn, þegar reynt er að leggja einhvers konar mælistiku á Matthías Jochumsson. Leið hans lá frá örbirgðardjúpi alþýðunnar upp að konungsborði. Hann var alls staðar heima hjá sér í örbirgð og nægtum anda og efna, í sorgarhúsi og gleðiranni. Hann hafði hjartarúm miklu meira en aðrir menn. Frá hjartanu kom lofsöngurinn sannur og hreinn. Það, sem frá hjartanu kernur, nær til hjartans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.