Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 160
158
BJÖllN HALLDÓRSSON
ANDVAIU
skammar. Hann er hellubjarg, en vér erum vatnsbóla. Hans verlc eru fullkomin
og réttir hans vegir, en verk mannanna og það þó vér nefnum til hin hyggi-
legustu og góðgjörnustu, hin virðulegustu og frægustu verk þeirra, þau hafa
þó ætíð einhverja annmarka, þau bera þó æ á sér einhver merki villu og syndar,
vanefna og hverfulleika.
Gefið Guði vorum dýrðina! skulum vér þá og hafa lyrir vort atkvæði,
þar sem vér hugsum til þeirra manna, er fyrr eður síðar hafa af einhverju
leyti unnið sæmd og gr-gn ættjörðu vorri og þjóð vorri, og sér í lagi þar sem
vér minnumst þeirra, er á ofanverðum dögum hinnar nýliðnu þúsundáraaldar
með alúð og drengskap hafa lagt sig fram til þess að umbæta hagi og efla fram-
farir landsins, að reisa þjóðina við af læging hennar og reyna til að ná réttindum
hennar og frelsi úr varðhaldi hinnar annarlegu yfirdrottnunar. Minning því-
líkra manna skal að vísu, svo sem maklegt er, verða heiðruð og geymd hjá oss
og niðjum vorum, og vér viljum kannast þakklátlega við það, sem ágengt hefur
orðið fyrir þeirra aðfylgi. En dýrðin fyrir þá meiri eður minni ávexti, sem hin góða
viðleitni þeirra hefur þegar borið í ýmsum þeim greinum, er varða frama og
hagsæld fósturjarðar vorrar og barna hennar, hún heyrir þó eigi mönnunum
til, heldur Guði einum. Það er hann, sem kallar og vekur sína þjóna og stað-
festir verkin þeirra handa; það er hann, scm gefur þeim áræðið í brjóst og
styrkir þá til framgöngunnar með sínurn mætti, með mætti sannleikans, rétt-
vísinnar og kærleikans. Já, það ert þú, ó Guð, sem verið hefur vígi og múr
þjóðar vorrar í stríði og stormum liðinna tíða allt fram á þennan dag. Þín verk eru
fullkomin og réttir þínir vegir. Þeir voru oft og tíðum torfærir og dimmir þeir
vegir, sem þú fórst með feðrum vorum, en að síðustu urðu þeir þó að kannast
við það æ að nýju, að þínir dómar eru réttvísir, að síðustu fengu þeir þó að reyna
það æ að nýju, að þú, Drottinn, varst vort athvarf frá kyni til kyns, að þú
aumkast yfir þína þjóna og sendir þeim þína náðugu hjálp á hagkvæmri tíð.
Fyrir þá sök skulum vér hlýðnast áminningunni: Gefið Guði vorum
dýrðina með auðmjúku þakklæti! Gefið honurn dýrðina eigi að síður, þótt mörg
séu enn meinin og vankvæðin, sem þrengja að landi voru. Vér getum að
sönnu eigi við það dulizt, að mikilla muna er ávant til þess, að það 1000 ára
afmæli, sem þjóð vorri hefur auðnazt að lifa á þessu sumri, gæti orðið oss svo
fagnaðarsælt sem óskir vorar stóðu til. Hin nýju landstjórnarlög, er konungur
vor staðfesti oss til að handa með uppruna ársins og sem hann hefur víst af
góðum hug ætlað að gleðja oss með til hins merkilega almælis, þau veita oss að
vísu eigi svo lítið af þeim réttindum og því sjálfsforræði, er allur hinn betri kjarni
þjóðar vorrar með svo sterkum áhuga helur viljað ná til sín alllanga hríð að